Halla afhenti ráðherrum spil Bryndísar Klöru
Ritstjórn mbl.is
2025-03-23 16:34
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Þessi samstaða ríkisstjórn heldur áfram og við erum að ganga í verkin núna. Þið munið sjá það á næstu dögum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir utanríkisráðherra þegar hún gekk út frá Bessastöðum að ríkisráðsfundi loknum.
Á fundinum veitti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn frá embætti mennta- og barnamála en hún tilkynnti um afsögn sína á fimmtudag.
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við embættinu af Ásthildi en hann hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins frá árinu 2017 og jafnframt verið varaformaður flokksins.
Á fundinum afhenti Halla Tómasdóttir ráðherrum ríkisstjórnarinnar kærleiksspil til stuðnings minningasjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur en hún lést í kjölfar stunguárásar á menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur á síðasta ári.
„Við fengum öll riddara kærleikans frá forsetanum og ég held að þið hefðuð líka gott af því,“ sagði Þorgerður og vísaði til blaðamanna sem stóðu á tröppum Bessastaða.
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Bryndís Klara Birgisdóttir
- Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
- Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
- Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 140 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,54.