Menning og listir

Spurningaþraut 28. mars 2025: Hvaða fjall er þetta? – og 16 aðrar spurningar

Illugi Jökulsson

2025-03-28 06:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Almennar spurningar:

Hún hlaut b arna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabókina Eldgos og heitir hvað?

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason kallar sig yfirleitt hvað?

Hvar er Ægisgarður? Svarið þarf vera þokkalega nákvæmt.

Hvað heitir þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta?

En hvað heitir þjálfari karlaliðs Englands í sömu íþrótt?

En hvaða enskur leikmaður skyldi hafa skorað flest mörk fyrir það lið frá upphafi?

Hvaða borg féll eftir langt umsátur árið 1453?

Mítósa heitir fyrirbrigði eitt, mjög algengt. Það er reyndar eiga sér stað í líkama þínum einmitt núna og það á mörgum stöðum. Hvað kallast mítósa á íslensku?

Munch Bunch nefndust frægar teiknimyndapersónur fyrir minni börnin sem vinsælar voru um 1980. Hvað nefndust þær á íslensku?

Hver er stærsti fugl í heimi?

Hvar í Frakklandi er haldin víðfræg kvikmyndahátíð árlega?

En hvar er frægasta kvikmyndahátíð Ítalíu haldin?

Í forsetakosningum á Íslandi 2024 fengu sex frambjóðendur innan við eitt prósent hver. Hver fékk flest atkvæði af þessum sex?

Hvað heitir höfuðborgin í Belarús eða Hvíta-Rússlandi?

Hvað heitir leikarinn sem lék Harry Potter í bíómyndaröð um töfrastrákinn?

Svör við myndaspurningum:

Á fyrri myndinni er Etna á Ítalíu. Á seinni myndinni er rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir.

Svör við almennum spurningum:

1. Rán Flygenring. 2. Herra Hnetusmjör. 3. Við höfnina í Reykjavík. 4. Arnar Gunnlaugsson. 5. Thomas Tuchel. 6. Harry Kane. 7. Konstantínópel (Mikligarður, Istanbúl). 8. Frumuskipting. 9. Smjattpattar. 10. Strúturinn. 11. Cannes. 12. Í Feneyjum. 13. Steinunn Ólína. 14. Minsk. 15. Daniel Radcliffe.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Árni Páll Árnasonfyrrverandi formaður Samfylkingarinnar
  • BelarúsHvítaRússland
  • Canneskvikmyndahátíð
  • Daniel Radcliffebreskur leikari
  • Etnaeldfjall
  • Harry KaneTottenham
  • Harry Pottergaldrastrákur
  • Herra Hnetusmjörtónlistarmaður
  • Kristín Ómarsdóttirrithöfundur
  • Munch Bunch
  • Rán Flygenringrithöfundur
  • Steinunn Ólínaleikkona
  • Thomas Tuchelknattspyrnustjóri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 298 eindir í 55 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 52 málsgreinar eða 94,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.