Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið
Stefán Árni Pálsson
2025-04-03 17:02
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Ég er að verða sextugur og mig langaði að fara aðeins óhefðbundna leið og ekki vera með svona hefðbundið afmælishald og ræður,“ segir Skúli Helgason borgarfulltrúi sem vill engar gjafir en biður fólk um að koma í afmælið sitt og láta gott af sér leiða. Sindri Sindrason hitti Skúla í Íslandi í dag í vikunni.
„Ég ákvað því að halda tónleika. Ég var mikið í músík sem gutti,“ segir Skúli sem stundar það töluvert að spila músík með fósturdóttir sinni sem þau hjónin tóku að sér frá unga aldri hennar.
„Við eigum fjóra stráka og þeir eru allir æðislegir, hver á sinn hátt og eru mikil hæfileikabúnt. En okkur vantaði alltaf stelpuna og okkur langaði mikið í stelpu. Við buðum okkur fram á sínum tíma að fara á fósturforeldranámskeið. Það þróaðist með þessum hætti að okkur bauðst að taka Jónu að okkur og það var mesta himnasending sem við höfum fengið,“ segir Skúli en Jóna kom inn í þeirra líf þegar hún var aðeins tveggja ára en er í dag ellefu ára. Hún er í varanlegu fóstri hjá þeim hjónum í dag.
„Þetta á ekki bara að vera eitthvað partí og margir að gefa gamla kallinum einhverjar gjafir. Fólk kaupir bara miða á tónleikana og ég læt allan ágóðann af tónleikahaldinu renna í geðheilbrigðismál barna,“ segir Skúli en innslagið má sjá hér að neðan.
Nafnalisti
- Jónadeildarfulltrúi laganema við lagadeild HÍ
- Sindri Sindrasonsjónvarpsmaður
- Skúli Helgasonformaður Skóla- og frístundaráðs
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 242 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.