Háholt óhentugt sem neyðarúrræði: „Hvernig ætlarðu að flytja börn í sturlunarástandi þangað?“
Erla María Davíðsdóttir
2025-03-11 16:16
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Barnamálaráðherra vísar því í bug að ráðuneytið hafi ekki kynnt sér aðstæður að Háholti í Skagafirði áður en því var hafnað sem hugsanlegu meðferðarúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Húsnæðið henti ekki þessari starfsemi.
Háholt í Skagafirði. RÚV/Ólafur Gros
Í Háholti var áður meðferðarúrræði fyrir börn þar til ríkið ákvað að fara aðra leið. Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt kauptilboð í Háholt og segir Einar Eðvald Einarsson, forseti sveitastjórnar Skagafjarðar, eftirsjá að starfseminni.
Furðar sig á ákvörðun ríkisins
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokks, furðar sig á þessari ákvörðun ríkisins. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag krafði hún barnamálaráðherra svara um hvers vegna ráðuneytið kaus að nota ekki Háholt.
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokks, segir ráðuneytið hafa hafnað úrræðinu að Háholti án þess að hafa kynnt sér aðstöðuna. RÚV/Ragnar Visage
„Húsnæðið er til staðar, samfélagið er reiðubúið og fagfólkið er til staðar. En samt er þessari lausn hafnað. Án þess að ráðuneytið hafi kynnt sér aðstæður. Nú er það of seint, Háholt hefur verið selt og þessi möguleiki því úr sögunni. En í stað þess að grípa þetta tækifæri er kosið að bíða á meðan börn eru vistuð í fangaklefum.“
Neyðaraðstoð of langt í burtu
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, hafnar því að ráðuneytið hafi ekki kynnt sér aðstæður áður en ákvörðunin var tekin.
„Hvað varðar Háholt, þá er það staðreynd, og það hefur verið skoðað, að það hentar ekki fyrir þessa starfsemi. Til dæmis vegna þess að neyðaraðstoð er alltof langt í burtu. Fyrir utan það að flytja börn sem þurfa að fara í neyðarúrræði, eins og var á Stuðlum en þurfti svo að fara á Flatahraun tímabundið, hvernig ætlarðu að flytja börn í sturlunarástandi þangað? Það er ekki gert. Það er ekki gerlegt.“
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Einar Eðvald Einarssonformaður Sambands íslenskra loðdýrabænda
- Ingibjörg Isaksenþingmaður Framsóknarflokksins
- Ólafur Gros
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 309 eindir í 23 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 95,7%.
- Margræðnistuðull var 1,45.