Stjórnmál

Mælti fyrir þremur frumvörpum

Innanríkisráðuneyti

2025-03-11 16:53

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í dag fyrir þremur frumvörpum á Alþingi. Við kynntum í febrúar viðamikla þingmálaskrá og eru frumvörpin eitt af öðru koma inn í þingið. Þetta sýnir við í ríkisstjórninni ætlum sannarlega láta verkin tala, segir ráðherra.

Frumvörpin þrjú sem Inga Sæland mælti fyrir í dag eru eftirfarandi:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi (aukinn réttur foreldra)

Frumvarpinu er ætlað auka réttindi foreldra enn frekar, meðal annars með því tryggja þeim foreldrum sem missa maka rétt til sorgarleyfis. Sorgarleyfi er lagalegur réttur foreldra til leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til koma til móts við tekjutap á meðan. Í frumvarpinu er lagt til sorgarleyfi nái einnig til foreldra sem verða fyrir því áfalli hjúskapar- eða sambúðarmaki andast. Markmiðið er styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (heiti stofnunar)

Með frumvarpinu er lagt til breyta heiti Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Nýtt heiti verði Sjónstöðin. Í gamla nafninu eru hvorki fleiri færri en 13 orð og 97 bókstafir en eftir breytinguna verður orðið einungis eitt og bókstafirnir tíu.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (svæðisráð o.fl.)

Með frumvarpinu eru lagðar til tilteknar breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða til sníða af þeim tæknilega agnúa sem komið hafa í ljós við framkvæmd þeirra áður en frekari vinna við gerð strandsvæðisskipulags hefst.

Frumvörp sem spanna vítt svið og snerta fjölda fólks

Ellefu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar koma frá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvörpin spanna vítt svið og snerta fjölda fólks. þar nefna:

Fatlað fólk

Örorkulífeyrisþega

Ellilífeyrisþega

Fólk á leigumarkaði

Fólk sem eignast fjölbura

Fólk sem tekur hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupa

Börn sem missa foreldri

Foreldra sem geta ekki annast börn sín í fæðingarorlofi vegna veikinda sem rekja til meðgöngunnar

Sjá einnig: Frumvörp sem snerta fjölda fólks

Nafnalisti

  • Inga Sælandformaður
  • Sorgarleyfiþrír mánuðir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 360 eindir í 28 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 89,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.