Trump líkir sakfellingu Le Pen við eigin lagadeilur

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 23:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir dómi yfir Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, við eigin lagadeilur. Hann segir sakfellingu hennar vera mjög stórt mál.

Le Pen var sakfelld fyrir fjársvik af dómstóli í París á mánudagsmorgun og hlaut þar fjögurra ára dóm.

Jafnframt var henni meinað bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Hún hafði í hyggju bjóða sig fram til forseta árið 2027, sem hefði verið fjórða forsetaframboðið hennar.

Henni var meinað bjóða sig fram í fimm ár og hún var aðalframbjóðandinn, sagði Trump við blaðamenn í dag.

Það hljómar eins og þetta land. Það hljómar mjög mikið eins og þetta land, bætti hann við og vísaði þar til eigin lagadeilna síðustu ára, sem hann hefur ítrekað líkt við nornaveiðar hálfu saksóknara í Bandaríkjunum.

Almennir starfsmenn fengu greitt úr sjóðum Evrópuþings

Le Pen og 24 aðrir starfsmenn Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni úr sjóðum Evrópusambandsins. Féð átti standa undir launakostnaði við aðstoðarmenn þingflokksins en var í staðinn notað til þess greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016.

Tólf aðstoðarmenn voru einnig sakfelldir fyrir hylma yfir glæp, og dómstóllinn mat ráðabruggið hefði kostað um 2,9 milljónir evra, sem jafngildir um 413 milljónum kr.

Öllum sem hlutu dóma í málinu var bannað bjóða sig fram til embættis, og dómarinn tilgreindi refsingin ætti taka gildi tafarlaust jafnvel þótt áfrýjun væri lögð fram.

Hún hyggst áfrýja dómnum.

Óvænt niðurstaða

Niðurstaðan kom mörgum í opna skjöldu þar sem stjórnmálamenn vítt og breitt úr hinum franska þingheimi höfðu talið það ólíklegt dómarinn myndi í alvöru meina henni bjóða sig aftur fram.

Vinstrimaðurinn Jean-Luc Melenchon, miðjumaðurin François Bayrou forsætisráðherra, og hægrimaðurinn Minister Gérard Darmanin dómsmálaráðherra höfðu allir sagst eiga erfitt með trúa því dómarinn myndi endanlega fallast á kröfu saksóknara, því er BBC greinir frá.

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur jafnframt sagt það varhugavert útiloka stjórnmálamenn frá framboði.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • François Bayroumiðjumaður
  • Jean-Luc Melenchonöfgavinstrimaður
  • Le Penannar tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fékk
  • Marine Le Penforsetaframbjóðandi
  • Minister Gérard Darmanin

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 339 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.