Slys og lögreglumál

Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 23:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fíkniefnamál í Kongsvinger í Noregi í fyrrahaust, sem skilaði af sér fimm handtökum á þeim tíma, hefur heldur betur undið upp á sig við rannsókn þá er síðan hefur verið í fullum gangi og eru handtökurnar orðnar 19, þar af ein á Spáni þar sem sænskur ríkisborgari var handtekinn með aðkomu norskrar lögreglu.

sögn norsku lögreglunnar fletti rannsóknin á norska anga málsins ofan af alþjóðlegri samvinnu sem gerði það verkum tengja mátti þann félagsskap, sem stóð málinu í Noregi, við mun meira magn fíkniefna en í öndverðu hafði blasað við.

sögn Christine Lundstein, ákæruvaldsfulltrúa lögreglunnar í Innlandet-fylki, lögreglan sér leik á borði, er rannsókninni vatt fram, og náði tengja starfsemina við mun meira efnamagn en áður þótti líklegt norski hópurinn hefði haft á skipa.

Undir grun um stórfelld fíkniefnabrot

Svíinn, sem handtekinn var á Spáni, er talinn einn höfuðpaura starfseminnar og var hann nýlega framseldur til Noregs þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í janúar og febrúar handtók lögregla fjórtán manns í Innlandet-fylki norðan Óslóar og þrjá til innan suðausturumdæmis lögreglunnar.

Hinir handteknu liggja undir grun um stórfelld fíkniefnabrot eða hlutdeild í slíkum brotum auk þess sem nokkrir þeirra eru grunaðir um fíkniefnamisferli innan vébanda skipulagðrar glæpastarfsemi. Sjö sitja enn í gæsluvarðhaldi.

Lögregluumdæmi Innlandet hefur notið samstarfs við norsku rannsóknarlögregluna Kripos, efnahagsbrotalögregluna Økokrim, suðvesturumdæmið og suðausturumdæmið og eru hinir handteknu búsettir víða um Austur-Noreg og á aldursskeiði 20 til 50 ára sögn lögreglu.

VG

NRK

Nafnalisti

  • Christine Lundstein
  • Innlandetfylkið sem áður hét Hedmark
  • Kongsvingernorskt Bdeildarlið
  • Kriposnorsk rannsóknarlögregla
  • Økokrimnorsk efnahagsbrotalögregla

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 264 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.