Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann muni tvöfalda fyrirhugaða tolla á innflutt stál og ál frá Kanada í 50%. Tilkynningin kom í færslu á samfélagsmiðlum Truth Social í dag en þar segir að tollarnir taki gildi á morgun.
Ákvörðun Trumps kemur í kjölfar tilkynningar frá Doug Ford, forsætisráðherra fylkisstjórnar Ontario, um að leggja 25% toll á raforkuútflutning til sumra ríkja í Bandaríkjunum.
Samskipti Bandaríkjanna og Kanada hafa sjaldan verið á jafn slæmum stað og nú eftir tollahótanir Trumps og ítrekaðar hótanir um að innlima þjóðina.
„Það eina sem er skynsamlegt er að Kanada verði fimmtugasta og fyrsta ríkið okkar. Það myndi verða til þess að allir tollar og allt hitt myndi hverfa,“ skrifaði forsetinn á Truth Social.
Nafnalisti
- Ákvörðun Trumpsdauðadómur gagnvart almennum borgurum
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Doug Fordfylkisstjóri
- Truth Socialsamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 123 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,87.