Loksins að losna við leikmann sem brást öllum hjá félaginu

Victor Pálsson

2025-03-30 13:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bournemouth vill eignast markvörðinn Kepa endanlega sem eru góðar fréttir fyrir stórlið Chelsea.

Það er alveg ljóst Chelsea hefur litla sem enga trú á Kepa sem hefur spilað með Bournemouth á láni á þessu tímabili og staðið sig ágætlega.

Kepa varð á sínum tíma dýrasti markvörður heims en hann kostaði 72 milljónir punda er Chelsea fékk hann frá Athletic Bilbao.

Spánverjinn stóðst aldrei væntingar hjá Chelsea sem hefur gert sitt besta til losna við leikmanninn undanfarin fimm ár.

Bournemouth virðist hafa trú á Kepa samkvæmt Fabrizio Romano og er líklegt til kaupa hann í sumarglugganum.

Nafnalisti

  • Athletic Bilbaospænskt lið
  • Chelseaenskt knattspyrnufélag
  • Fabrizio Romanovirtur blaðamaður
  • Kepadýrasti markvörður sögunnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 97 eindir í 5 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,84.