„Lífið gengur sinn vanagang sama hver er í Hvíta húsinu“

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-28 17:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þráinn Vigfússon, eigandi Ameríkuferða, segist ekki kannast við það Íslendingar séu sýna ferðalögum til Bandaríkjanna minni áhuga en áður fyrr. Hann segir lítill munur á sölu ferða í ár miðað við árin á undan.

Ameríkuferðir er ferðaskrifstofa sem býður upp á ýmsar ferðir víða um Bandaríkin og þar nefna Þjóðveg 66, Flórída, stórborgir á austur- og vesturströndinni og Suðurríkin.

Við höfum heyrt um það á netinu það væri ekki gott fara til Bandaríkjanna núna þegar Trump er við völd, en flestir vita það búa 360 milljónir manns þar og Ameríka gengur eins þrátt fyrir svona fréttir, segir Þráinn.

Fjöldi Evrópuþjóða hafa nýlega gefið út ferðaviðvaranir vegna ferðalaga til Bandaríkjanna vegna stefnubreytinga stjórnvalda þar. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki gefið út slíkar viðvaranir en utanríkisráðuneytið er hins vegar undirbúa ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna.

Sjá einnig]] Vildi bjóða upp á eitthvað annað en Spán og Tene

Þráinn bendir á fréttaflutningurinn í Evrópu öðruvísi en í Bandaríkjunum og evrópskir miðlar og stjórnmálamenn eigi það til sýna Trump meiri andstöðu, sérstaklega í tengslum við norðurslóðir og stríðið í Úkraínu.

Þessar ferðir auglýsa sig best sjálfar

Mikil aðsókn hefur þó verið í ferðalög Íslendinga þangað og segir hann hópur Íslendinga á vegum ferðaskrifstofunnar hafi til mynda lent í morgun frá Bandaríkjunum og það mikill áhugi fyrir fleiri ferðum út árið.

Við erum með ferð í lok september sem kallast Villta vestrið en það er tveggja vikna ferð um þjóðgarða og stærstu stórborgir vesturstrandarinnar. Það verður heil rúta með bara Íslendingum og það hefur selst vel í þá ferð.

Ameríkuferðir hafa aðstoðað marga Íslendinga sem ferðast til Bandaríkjanna þar sem bókunarferlið þar í landi getur oft reynst flókið. Þar að auki eru mörg hótel sem vinna einungis með ferðaskrifstofum.

Þessar ferðir auglýsa sig best sjálfar. Þú ferð þangað með góðum hópi og góðum farastjóra og ég held venjulegt fólk viti það alveg lífið gengur sinn vana gang sama hver er í Hvíta húsinu.

Nafnalisti

  • Tenejá Tenerife
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Þráinn Vigfússonframkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 361 eind í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 81,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.