Á­ritun ekki trygging fyrir land­göngu í Banda­ríkjunum

Hólmfríður Gísladóttir

2025-03-20 10:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því komast inn í landið.

Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum.

Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir.

Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum, sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær.

Hann ítrekaði hins vegar um ábendingu væri ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess hafa á sér gögn sem staðfesta það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum.

Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego.

Um var ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga.

Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu.

Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa
  • Jessicu Brösche
  • Lucas Sielaff

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 238 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.