Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt
Jón Ísak Ragnarsson
2025-04-01 20:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um bann á einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld.
Allir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með tillögunni auk Þórdísar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni og Framsóknarflokkurinn sat hjá.
Þyrluflug Landhelgisgæslunnar verður áfram á flugvellinum.
Í gær sagði Þórdís að markmiðið með tillögunni væri að skapa sátt um áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þar, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins.
Auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi.
Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður.
Hins vegar hafi ekki verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug, og draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt sé að tryggja þá umgjörð sem þarf.
Nafnalisti
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttirfráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 167 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 66,7%.
- Margræðnistuðull var 1,50.