Sæki samantekt...
Íslensku varðskipsmennirnir sem voru fangar breta í landhelgismálinu, eftir að þeir höfðu farið í handtökuferð um borð í breskan landhelgisbrjót.
Þeir voru fluttir sem fangar yfir í herskipið Eastbourn þar sem þeim var haldið í 10 daga. „Luxuslíf. Tveir bjórar á dag“, sagði Óli Valur Sigurðsson, skipherra, sem þá var háseti og einn hinna handteknu.
Fangarnir voru settir í árabát að næturlagi rétt undan við Keflavík og þurftu að róa í land. Eastbourn þurfti að komast til Bretlands. Þessi mynd er tekin af föngunum í Selsvörinni í Reykjavík eftir ævintýrið.
Íslendingarnir, sem voru um borð í Eastbourn, komnir í land. Aftari röð, talið frá vinstri; Björn Baldvinsson, 19 ára, ættaður frá Siglufirði, Guðmundur Sörlason, 17 ára, frá Flateyri, Ólafur Gunnarsson, 21 árs, frá Reykjavík, Guðmundur Karlsson, stýrimaður, Hrafnkell Guðjónsson, stýrimaður, Ólafur Valur Sigurðsson, 27 ára, frá Reykjavík. Fremri röð: Jóhannes Elíasson, 17 ára, frá Reykjavík, Hörður Karlsson, 28 ára, ættaður frá Djúpavogi, Karl Einarsson, 23 ára, frá Reykjavík.
Af sarpur.is
Nafnalisti
- Björn Baldvinsson
- Guðmundur Karlssonframkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambandsins
- Guðmundur Sörlason
- Hörður Karlsson
- Hrafnkell Guðjónsson
- Jóhannes Elíasson
- Karl Einarssongeðlæknir
- Ólafur Gunnarssonrithöfundur
- Ólafur Valur Sigurðsson
- Óli Valur Sigurðsson
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 192 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
- Margræðnistuðull var 1,66.