Sæki samantekt...
Vísir er með beina útsendingu núna klukkan hálf sex frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leik morgundagsins gegn Kósovó.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði sitja fyrir svörum.
Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar aðfaranótt fimmtudags og lenti snemma að morgni föstudags. Endurheimt og æfingar hafa svo farið fram í dag og í gær.
Beint streymi frá fundinum, sem hefst klukkan 17:30, má finna hér fyrir neðan.
Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun, sunnudag, og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- B-deild1. sæti
- Orri Steinn Óskarssonframherji
- Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 106 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,45.