Stjórnmál

Leikhús fáránleikans

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-22 17:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vera Flokks fólksins í ríkisstjórn hefur farið brösuglega af stað. Styrkjamálið, símtal formannsins í skólastjóra vegna týnds skópars, hótanir þingmanns um lækkanir á styrkjum til Morgunblaðsins og vegleg starfslokagreiðsla fyrrverandi formanns VR er meðal mála sem hafa skotið upp kollinum.

síðast sagði svo Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, af sér í kjölfar frétta um hún hafi átt í sambandi við og eignast barn með sextán ára pilti er hún var sjálf 22 ára.

Skömmu áður hafði hún látið ummæli falla eftir ósigur hennar og eignimanns hennar í dómsmáli gegn íslenska ríkinu. Ráðherrann geystist út á ritvöllinn og sagði dóminn ekki hafa komið á óvart. Hún og eiginmaður sinn séu löngu hætt gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.

Það er með ólíkindum kjörinn fulltrúi löggjafarvaldsins og ráðherra í ríkisstjórn lýsi yfir vantrausti á dómsvaldið. Eins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á grafa ummælin undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsinseinu af þremur meginstoðum lýðræðisins.

Í ljósi sögunnar ætti þessi framganga Ásthildar Lóu þó ekki koma á óvart enda hefur hún áður lagt til atlögu gegn Seðlabanka Íslands og sakað stjórnendur bankans um vaxtafíkn. Þá kallaði hún ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, sjóðstjóra eigin neyðarsjóðs, eftir því sett yrðu neyðarlög á Seðlabankann.

Alvarlegt er þingmaður komi fram með þessum hætti en öllu verra þegar ráðherra gerir það. Slíka framganga er til þess fallin sett stórt spurningarmerki við dómgreind og þar með hæfi einstaklingsins til gegna valdastöðu.

Þrátt fyrir Ásthildur Lóa hafi beðist afsökunar á ummælum sínum og síðar sagt af sér sem ráðherra vegna fyrrgreinds sambands við táningsstrák, hefur Flokkur fólksins enn og aftur komið samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn í erfiða stöðu. Eftir því sem málunum fjölgar þar sem fulltrúar flokksins gerast sekir um dómgreindarbrest verður þeim mun erfiðara fyrir Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur verja gjörðir flokksins. Efasemdaraddir voru uppi um hvort flokkurinn væri stjórntækur og virðist hann ætla sanna svo ekki.

Ákvörðun Þorgerðar Katrínar um mynda vinstri stjórn gæti reynast flokki hennar dýrkeypt í næstu kosningum. Hún hafði val um mynda stjórn til hægri með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum en kaus gera það ekki.

Týr er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.

Nafnalisti

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ragnar Þór Ingólfssonformaður
  • Týrskoðanadálkur sem birtist
  • Vera Flokks
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 396 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 78,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,56.