5,8 milljarðar króna til varnar Úkraínu

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 06:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Frá því her Rússlands réðst inn í Úkraínu í febrúar árið 2022 hefur Ísland varið um 11,5 milljörðum króna í stuðning við Úkraínu.

Meirihluti þess fjár flokkast undir varnartengdan stuðning, eða 5,8 milljarðar króna.

Litlu minna hefur verið varið í mannúðar- og efnahagsstuðning, eða 5,7 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins og mbl.is, þar sem miðað er við tölur í lok síðasta mánaðar.

Bætt verður til muna í aðstoðina á þessu ári og er gert ráð fyrir framlagið verði 5,7 milljarðar króna á árinu.

Færanlegt neyðarsjúkrahús

Varnartengdur stuðningur verður aukinn sérstaklega en af þessari upphæð verður 3,6 milljörðum króna varið til hans, samkvæmt áætlunum ráðuneytisins.

Fram kemur slíkur stuðningur Íslands hafi til þessa verið í formi fjármögnunar á hergögnum, flutnings á búnaði og birgðum, þjálfunarverkefna m.a. á sviði sprengjuleitar og -eyðingar, og þjálfunar bráðaliða og sjóliðsforingjaefna.

Stærsta einstaka framlag Íslands í varnartengdum stuðningi fólst í kaupum á færanlegu neyðarsjúkrahúsi, fyrir 1,1 milljarð króna, sem afhent var Úkraínu árið 2023.

Milljarði hefur verið varið í sjóð á vegum ríkjahóps um sprengjuleit og -eyðingu, sem Ísland og Litháen leiða. Þá hefur 945 milljónum króna verið veitt í stuðningssjóð Atlantshafsbandalagsins fyrir Úkraínu.

Fjárfest beint í varnariðnaði

Samtals hefur 800 milljónum króna einnig verið varið í danska líkanið svokallaða, en það snýst um fjárfesta með beinum hætti í varnartengdum iðnaði innan Úkraínu til styrkja heimamenn til sjálfshjálpar og stuðla aukinni skilvirkni, hagkvæmni og eflingu varnartengds iðnaðar í landinu til lengri tíma.

Ísland mun hafa lagt 400 milljónir króna til verkefnisins í lok síðasta árs og svo aftur aðra eins upphæð í upphafi þessa árs.

Fram kemur 728 milljónum króna hafi einnig verið varið í stuðningssjóð breskra stjórnvalda fyrir Úkraínu og 460 milljónum í þjálfun og búnað fyrir sprengjuleit og -eyðingu á vegum úkraínska hersins.

Alls hafa 400 milljónir króna farið í birgðakaup á eldsneyti og flutninga, og 300 milljónir í frumkvæðisverkefni Tékklands um kaup á skotfærum fyrir Úkraínu.

Loks hefur 75 milljónum króna verið varið í ríkjahóp um upplýsingatækni.

Grunnþjónusta og orkumál

Þegar litið er til mannúðar- og efnahagsstuðnings hefur 2,2 milljörðum króna verið veitt í sjóði Alþjóðabankans á sviði efnahagsstuðnings, innviðauppbyggingar og grunnþjónustu.

Þá hefur 1,4 milljörðum verið veitt til orkumála, þar af 837 milljónum í sérstakan orkusjóð fyrir Úkraínu og 539 milljónum til orkuverkefnis Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna.

Að auki hefur 1,2 milljörðum króna verið varið til mannúðaraðstoðar á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða kross Íslands.

Nærri 500 milljónum króna hefur verið veitt til verkefna á sviði jafnréttismála og valdeflingar kvenna hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna.

Loks hafa 309 milljónir króna runnið til annarra verkefna í þágu Úkraínu í samstarfi við íslensk félagasamtök og fyrirtæki, aðrar alþjóðastofnanir og í gegnum samstarf við önnur ríki.

Forseti á móti vopnakaupum

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur lýst sig andsnúna því Ísland útvegi Úkraínumönnum vopn til verjast innrás Rússa.

Ég er hlynnt því við tökum alltaf afstöðu með friði og nýtum öll okkar áhrif til þess fara fyrir friði, sagði Halla á fundi með Morgunblaðinu í maí í fyrra, þegar hún hafði boðið sig fram til gegna embætti forseta.

Við erum í varnarbandalagivarnarbandalagi er lykilorðekki sóknarbandalagi með Atlantshafsbandalaginu og það er mín skoðun við getum verið þátttakendur í því og vestrænu samstarfi án þess leggja til vopnakaupa, sagði Halla og var kjörin forseti lýðveldisins rúmri viku síðar.

Nafnalisti

  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • HalliHalldór Smári Sigurðsson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 569 eindir í 27 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 92,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.