„Þrýstingur um afsögn kemur ekki frá fjölmiðlum“

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-25 00:18

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þrýstingur um afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra kom ekki frá fjölmiðlum, mati Evu Heiðu Önnudóttur, prófessors í stjórnmálafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

þrýstingur kemur annars staðar frá. Hvort sem það er frá hennar formanni eða öðrum oddvitum í ríkisstjórninni eða jafnvel bara hún hafi tekið þessa ákvörðun sjálf út af sinni fjölskyldu, maður veit það ekki. Þrýstingur um afsögn kemur ekki frá fjölmiðlum, segir Eva Heiða.

Hún segir umræðuna um afsögn hennar einkum snúast þremur þáttum. fyrsti snýr rúmlega þriggja áratuga gömlu sambandi hennar við unglingspilt þegar hún var sjálf komin yfir tvítugt.

Annar þáttur umræðunnar snýr meðferð forsætisráðuneytisins á upplýsingum og hvort ráðuneytið hafi brotið trúnað eða ekki við sendanda erindis til ráðuneytisins.

Þriðja málið er viðbrögð Ásthildar Lóu þegar hún fær veður af málinu og hefur samband við sendandann og fer heim til hennar sem er náttúrlega mjög óviðeigandi og líklega gert í einhverri fljótfærni og flýti. Það kannski er málið sem gefur tilefni til afsagnar. Ekki gamla fjölskyldumálið og ekki hvernig forsætisráðuneytið fór með þessar upplýsingar, segir Eva Heiða.

Eva Heiða Önnudóttir var einn af gestum Silfursins. Í fyrri hluta þáttarins var fjallað um afsögn barnamálaráðherra, skautun í umræðunni og gagnrýni á hlut fjölmiðla í málinu. Hægt er horfa á þáttinn í spilaranum hér ofan.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Eva Heiða Önnudóttirprófessor í stjórnmálafræði

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 233 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,46.