Ræddu um mögulega eignaraðild á kjarnorkuveri

Ritstjórn mbl.is

2025-03-19 23:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir á fundi hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag hafi verið rætt um mögulega eignaraðild Bandaríkjanna kjarnorkuverinu í Saporisjía-héraði, sem er undir yfirráðum Rússa.

Hugmyndin kemur frá Trump og er það nýjasta útspil hans til tryggja varanlegt vopnahlé á innrásarstríði Rússa í Úkraínu.

Við ræddum aðeins eitt orkuver, sem er undir hernámi Rússa, sagði Selenskí við blaðamenn í dag en hann er staddur í opinberri heimsókn í Finnlandi.

Saporisjía -orkuverið er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Það var hertekið af rússneskum hersveitum snemma í innrás þeirra í Úkraínu árið 2022.

Selenskí segir það geti tekið allt tvö ár gera kjarnorkuverið starfhæft á ný en undirstrikaði mikilvægi þess fyrir Úkraínumenn og Evrópu alla.

Upplifði engan þrýsting af hálfu Trumps

Samtal Trumps og Pútín í dag er það fyrsta sem vitað er um frá því fundur þeirra í Hvíta húsinu í lok febrúar fór um þúfur. Trump sagði í dag samtalið hafi verið mjög gott og sagði Selenskí hann hafi ekki upplifað neinn þrýsting af hálfu Trumps fallast á kröfur Rússlands.

Ég vil vera hreinskilinn, mjög hreinskilinn. Í dag fann ég ekki fyrir neinum þrýstingi frá Trump, hann var enginn. Og þetta er staðreynd. Þið vitið ég er opin persóna. Ef það hefði verið hefði ég sagt ykkur það hreinskilningslega, sagði Selenskí.

Viðræður Trumps við rússneska ráðmenn um varanlegt vopnahlé á svæðinu hafa vakið upp óhug á meðal Úkraínumanna og hafa þeir óttast úkraínsk stjórnvöld verði neydd til þess fallast á kröfur Rússa, eins og gefa upp landsvæði.

Nafnalisti

  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Pútínforseti Rússlands
  • Saporisjíakjarnorkuver
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Trumpskosningabarátta
  • Volodimír Selenskíforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 286 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.