Eina mylla landsins fer í brotajárn eftir helgi
María Sigrún Hilmarsdóttir
2025-03-27 07:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Eina kornmylla landsins fer á haugana eftir helgi. Atvinnuvegaráðherra vinnur að heildarendurskoðun á málum sem snúa að fæðuöryggi á Íslandi og segir að það taki sinn tíma. Sérfræðingur á því sviði vill að ríkið grípi strax inn í svo myllan, sem sé þjóðhagslega mikilvægt tæki, fari ekki í brotajárn.
Faxaflóahafnir hafa sagt upp leigusamningi við Kornax sem ber að rýma húsnæðið og skila lyklunum eftir helgi. Húsið verður væntanlega rifið og lóðin notuð sem athafnasvæði fyrir aðra starfsemi sem er á svæðinu samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá Faxaflóahöfnum. Myllan fer þá í brotajárn að sögn forsvarsmanna Kornax.
Rannveig Hrólfsdóttir, gæðastjóri Kornax RÚV/Ragnar Visage
Rannveig Hrólfsdóttir er gæðastjóri hjá Kornax. Hún segir fyrirtækið hafa fyrst árið 2020 sótt um leyfi til að flytja starfsemina og halda mölun áfram á Grundartanga. Málið hafi þvælst fram og til baka í kerfinu árum saman þar til því var að lokum synjað á grundvelli þess að staðsetningin uppfyllti ekki skilyrði í reglugerð um fjarlægð frá mengandi atvinnustarfsemi sem fyrir er á Grundartanga.
RÚV/Ragnar Visage
Rannveig segir meiri loftmengun hafa mælst í Sundahöfn þar sem fjölmenn skemmtiferðaskip liggi við bryggju dögum saman og stór flutningaskip landi. Kornax hafi ítrekað fengið hið opinbera til að mæla loftgæði bæði við Reykjavíkurhöfn og við Grundartanga og loftgæði mælst betri við Grundartanga. Hún segir fyrirtækið hafa staðið í baráttu við kerfið árum saman um að fá að flytja starfsemina og halda möluninni áfram á Grundartanga í fimm ár án árangurs og gefist upp.
RÚV/Ragnar Visage
Kornax muni nú hætta allri mölun og flytja inn malað hveiti.
„Við áttum fundi með matvælaráðuneytinu og báðum um undanþágu frá þessari reglugerð sem málið strandaði á en þau neituðu því. Þau báðu okkur um að kæra sem við viljum alls ekki gera,“ segir Rannveig.
Hvers vegna ekki?
„Af hverju viljum við ekki kæra? Það er bara vegna þess að það er mjög vont að byrja starfsemi á kæru. Auk þess fer framleiðslan fram í lokuðu kerfi með fullkomnum síum svo loftgæði skipta enn minna máli“
Hveitimölun á Íslandi gæti því senn heyrt sögunni til, frá og með 1. apríl næstkomandi.
RÚV/Ragnar Visage
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra hefur hvatt Kornax til að sækja aftur um leyfi fyrir starfseminni og hefur trú á að það yrði samþykkt.
Kornax sér þó ekki lengur hag sinn í að sækja aftur um leyfi. Það hefur gengið frá nýjum samningum um innflutning og gert viðskiptaáætlanir sem erfitt er að bakka út úr að sögn Rannveigar.
RÚV/Ragnar Visage
„Þetta er þjóðaröryggismál“
Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands er sérfræðingur í fæðuöryggi. Hann hefur bent á að myllan, sem er eina kornmyllan í landinu, sé mjög mikilvægt tæki með vísan í fæðuöryggi þjóðarinnar.
RÚV]]]] Já þetta er þjóðaröryggismál og í raun ótrúlegt að slíkt þjóðaröryggismál velti á vilja eins einkafyrirtækis sem vill halda starfseminni áfram. Þessi mylla spilar lykilhlutverk í að geta flutt inn ómalað korn sem geymist mun betur og lengur. [[Hann bendir á að nú þurfi ríkið að grípa inn í. En þá þarf að hafa hraðar hendur því Kornax ber að rýma húsnæðið í Sundahöfn og fjarlægja mylluna á allra næstu dögum.]] Atvinnuvegaráðgerra þarf grípa inn í og veita Kornax leyfi til að starfa áfram í Sundahöfn á grundvelli þjóðaröryggismála. [[Helgi segir að stjórnvöld erlendis séu að grípa inn í og auka birgðahald í þágu þjóðaröryggis.]] Þar eru birgðir gjarnan 6–12 mánuðir jafnvel þótt þau lönd geti nýtt landleiðina til flutninga. Við erum eyja út í Norður-Atlantshafi og í brothættari stöðu hvað það varðar. Það á ekki að vera ábyrgð eins einkafyrirtækis að tryggja fæðuöryggi. [[Helgi segir að hveiti sé mikilvægasta korntegundin að öðrum ólöstuðum og með lokun myllunnar sé verið að stíga í þveröfuga átt við nágrannaþjóðir okkar sem styrki nú í auknum mæli einkafyrirtæki til þess að auka birgðir sínar í ljósi þess sem er að gerast í heiminum.]] Lagerinn var lítill fyrir hér á landi en verður enn og minni og þá eingöngu malað hveiti sem endist miklum mun skemur en heil hveitikorn, sem er ótæk staða. [[[[Víðir Hólm Ólafsson
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra segir að unnið sé að því í ráðuneytinu að greina þætti sem snúa að fæðuöryggi þjóðarinnar.]] Það er að segja við erum að skoða fæðuöryggi í stóru myndinni og þetta er klárlega eitt af því sem þar liggur undir og verður skoðað. [[En nú er þeim gert að flytja úr þessu húsnæði um mánaðamótin og það er nú bara stutt í það, nokkrir dagar?]] Já, já, ég er bara að segja að ég er búin að lýsa því yfir hvað þetta tiltekna fyrirtæki getur gert hyggist það halda áfram en ég mun ekki beita mér fyrir því að banna þeim að hætta þessu. Ef það gerist þá þarf bara að skoða það. Það fellur undir þessa heildarendurskoðun. [[[[Hveitimyllan ræst í síðasta sinn RÚV/Ragnar Visage
Þurfið þið þá ekki að stíga inn í atburðarásina svo að þeir fari ekki með mylluna á haugana?]] Við erum að skoða þetta í heild og við munum kynna niðurstöðurnar og þá stóru sýn sem við höfum varðandi fæðuöryggi á landinu þegar það liggur fyrir. [[Verður það fyrir 1. apríl?]] Alveg örugglega ekki. Fæðuöryggi Íslands stendur ekki og fellur með þessari einu starfsemi þessa fyrirtækis. [[[[Hveitikorn geymast mun lengur ómöluð RÚV/Ragnar Visage
Nafnalisti
- Hanna KatrínFriðriksson
- Helgi Eyleifur Þorvaldssonaðjunkt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
- Rannveig Hrólfsdóttirmannauðs- og gæðastjóri
- Víðir Hólm Ólafssonkvikmyndagerðarmaðurinn
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 960 eindir í 56 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 39 málsgreinar eða 69,6%.
- Margræðnistuðull var 1,65.