Stjórnmál

Þing­menn gáttaðir á af­stöðu Ísa­fjarðar­bæjar: „Hvaða fólk er þetta?“

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-18 14:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst samhljóma gegn auknu vægi strandveiða sem ríkisstjórn hefur boðað en í umsögn bæjarráðs segir Ísafjarðarbær ekki fylgjandi auknu vægi strandveiða, hvorki á gildistíma reglugerðarinnar með nýjum lögum sem boðuð hafa verið.

Bæjarráð telur þrátt fyrir ýmsa galla hafi fiskveiðistjórnunarkerfið sannað gildi sitt. Fyrir utan almenna kerfið eru að minnsta kosti tvö byggðakvótakerfi, hið almenna og sértæka. Þessi kerfi, einkum hinn svokallaði Byggðastofnunarkvóti, hafa haft veruleg jákvæð áhrif á útgerðir og vinnslur á Vestfjörðum. Sem slík hafa kerfin stuðlað stöðugri atvinnu árið um kring og þar með fjölbreyttu lífi í sjávarbyggðum, ekki bara á höfnum og fiskvinnslum, heldur í skólum og félagsheimilum. Strandveiðikerfið, sem einungis er virkt yfir sumartímann, nær þessu ekki fram, segir í umsögn bæjarráðs.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir yfirlýsingu bæjarráðs stórundalega en Flokkur fólksins hefur verið talsmaður þess auka strandveiðidaga.

ríkisstjórn sammæltist um fjölga veiðidögum í strandveiðikerfinu og hyggst tryggja 48 daga til strandveiða á ári, sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur.

Margoft hefur verið bent á strandveiðar séu ekki efnahagslega skynsamlegar vegna þess það væri mun ódýrara veiða fiskinn með skipum sem þegar eru innan aflamarkskerfisins.

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar, skrifaði ásamt fjórum öðrum hagfræðingum grein í Regional Studies in Marine Science þar sem niðurstaðan var strandveiðar væru efnahagsleg sóun.

Lilja Rafney segir þó Ísafjarðarbæ vera senda kaldar kveðjur til strandveiða með afstöðu sinni þar og sakar bæjarráð um greinilega ekki horfa til þess hvernig kvótakerfið hefur varið með sjávarbyggðir á Vestfjörðum og víða um land.

Sjá einnig]] Strandveiðar skapa ekki verðmæti fyrir land og þjóð

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sem var nýlega uppvís um sinna ekki upplýsingaskyldu sinni á hagsmunaskrá Alþingis í tengslum við strandveiðar, er jafn gáttaður og samflokkskona sín á afstöðu bæjarráðs. Hvaða fólk er þetta, skrifar Sigurjón.

Sigurjón á fyrirtækið Sleppa ehf., ásamt eiginkonu sinni, sem gert hefur út bátinn Sigurlaugu SK 138 til strandveiða hin síðustu ár og hafa tekjur af útgerðinni numið tugum milljóna króna.

Sigurjón svarar eigin spurningu síðar og sakar formann bæjarráðs um bregða fæti fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra.

Það sem kom í ljós er formaður bæjarráðs Ísafjarðar var í hagræðingahópi ríkisstjórnarinnar sem fulltrúi Viðreisnar og hér bregða færi fyrir Hönnu Katrínu, skrifar Sigurjón sem jafnframt merkir ráðherrann í færslu sinni.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Hanna KatrínFriðriksson
  • Lilja Rafney Magnúsdóttirfyrrverandi þingmaður Vinstri grænna
  • Regional Studies in Marine Science
  • Sigurjón Þórðarsonframkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
  • Sigurlaug SK

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 435 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 88,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.