Forseta Íslands boðið á viðburð Kvennanefndar SÞ

Ritstjórn mbl.is

2025-03-18 13:49

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Halla Tómasdóttir forseti Íslands tekur þátt í viðburði í tengslum við árlegan kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni.

Um er ræða 69. fund kvennanefndarinnar. Höfuðáherslan er á endurskoðun og mat á framkvæmd Pekingsáttmálans sem markaði kaflaskil í réttindabaráttu kvenna þegar hann var einróma samþykktur af aðildarríkjum árið 1995.

því tilefni hefur Amina J. Mohammed, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðið forseta Íslands taka þátt í hliðarviðburði fundarins. Viðburðurinn ber heitið Women Rise for All: Turning Hope into Action og fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðdegis í dag.

Ræða forystuhlutverk kvenna

Forseti og varaframkvæmdastjóri opna viðburðinn með samtali um þróun mála síðustu 30 ár, frá því Pekingsáttmálinn var samþykktur.

Umræðunum stýrir Jessica Sibley, forstjóri bandaríska tímaritsins TIME. Rætt verður um forystuhlutverk kvenna til heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (SDGs) fyrir árið 2030.

Á morgun efnir fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til hádegisverðarfundar forseta með sendiherrum helstu samstarfsríkja Íslands gagnvart Bandaríkjunum.

Forseti kemur aftur til Íslands á fimmtudag.

Nafnalisti

  • Amina J. Mohammedaðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • Jessica Sibley
  • TIMEbandarískt tímarit
  • Turning Hope
  • Women Rise for All

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 179 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.