Sæki samantekt...
Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.
Árni Grétar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2022. Hann hefur starfað sem lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, sem fulltrúi á Landslögum — lögfræðistofu og hjá CATO lögmönnum, auk þess að hafa verið blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is.
Hann hefur mikla reynslu af félagsstörfum og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, auk þess að hafa setið í stjórn Orators og Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá hefur hann einnig starfað í fjölmörgum nefndum og stjórnum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu.
Árni Grétar er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði en býr nú í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni, Melkorku Þöll Vilhjálmsdóttur, lögfræðingi hjá Hugverkastofunni, og eiga þau þrjú börn, segir enn fremur.
Nafnalisti
- Árni Grétar Finnssonlögfræðingur
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttirlögfræðingur
- Stefnirsjóðastýringarfélag í eigu Arion banka
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 173 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,49.