Ómögu­legt fyrir Arnar að velja Gylfa

Aron Guðmundsson

2025-03-12 13:46

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir aðspurður um ákvörðun sína velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, það nær ómögulegt fyrir sig velja leikmann sem spilar á Íslandi í verkefni í mars.

Fyrr í dag var fyrsti landsliðshópur íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar opinberaður. Framundan einvígi gegn Kosovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem nýlega var keyptur til Víkings Reykjavíkur frá Val, er ekki í landsliðshópnum í komandi leikjum.

Marsverkefni fyrir leikmenn sem spila á Íslandi er ekki framtíðin fyrir okkur. Því miður, sagði Arnar varðandi stöðu Gylfa Þórs, leikmanns Víkings Reykjavíkur og landsliðið. Við erum á allt annarri blaðsíðu hvað það varðar. Nógu erfitt er fyrir spila á Íslandi og komast í landsliðið, hvort sem það væri þá í júní eða september.

Í mars það ómögulegt.

Liðin eru á þeim tímapunkti á allt öðru æfingastigi en gengur og gerist út í heimi. Auðvitað vill maður gefa leikmanni eins og Gylfa ákveðinn séns og tækifæri, en þegar maður hugsar þetta lengra þá er þetta ekki alveg rétti tímapunkturinn fyrir hann heldur.

Ekki ýkja langt síðan Gylfi hafi verið glíma við meiðsli. Arnar sér stöðuna þannig betra væri fyrir Gylfa aðlagast aðstæðum hjá hans nýja félagi í Víkinni og geti þar komið sér í sitt besta stand og þar með gert tilkall í sæti í landsliðinu í næsta verkefni eftir leikina gegn Kosovó.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Gylfi Þór Sigurðssonleikmaður Everton og íslenska landsliðsins
  • Kosovósmáríki
  • ValurÍslandsmeistari
  • Víkingur ReykjavíkurReykjavíkurfélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 254 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.