Stjórnmál

Bandaríska leyniþjónustan hættir að deila hernaðarupplýsingum með Úkraínu

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

2025-03-05 16:47

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandaríkjastjórn hefur stöðvað alla samnýtingu hernaðarupplýsinga með stjórnvöldum í Úkraínu. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna segir þau taka skref til baka og ætla endurskoða allar hliðar á sambandi ríkjanna.

Í gær bárust fregnir af ákvörðun stjórnvalda vestanhafs um frysta alla hernaðaraðstoð við Úkraínu. Í morgun hófust vangaveltur um það hvort það þýddi Bandaríkin hættu einnig deila hernaðarupplýsingum með Úkraínu. Það staðfesti John Ratcliffe, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.

Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Mike Waltz, segir Bandaríkin vera endurskoða allar hliðar sambandsins við Úkraínu. Hann sagði samt sem áður Bandaríkin væru reiðubúin endurskoða ákvarðanir sínar ef samkomulag næst um friðarviðræður við Rússa.

Í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í gær sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti Zelensky væri tilbúinn í friðarviðræður. Það hafði þó ekki áhrif á ákvörðun hans um frysta hernaðarstuðning.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði í dag, eftir fund með Olaf Scholz, fráfarandi Þýskalandskanslara, varanlegur friður væri raunhæft markmið ef Evrópa og Bandaríkin stæðu saman.

Enginn fundur Macrons, Starmers og Zelensky með Trump á dagskrá

Fyrr í dag bárust fregnir af því í undirbúningi væri fundur Emmanuels Macron, forseta Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Það var talskona Frakklandsforseta sem sagði þetta á blaðamannafundi en síðan hefur skrifstofa forsetans dregið þetta til baka og sagt enginn slíkur fundur í bígerð.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Emmanuels Macronforseti
  • John Ratcliffenúverandi yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna
  • Keir Starmerleiðtogi Verkamannaflokksins
  • Macronseitt merkið um það
  • Mike Waltzrepúblikani
  • Olaf Scholzkanslari Þýskalands
  • Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
  • Zelenskyforseti Úkraínu
  • Þjóðaröryggisráðgjafi BandaríkjannaJohn Bolton

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 230 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.