Tollarnir gætu verið þungt högg fyrir Kínahverfin
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-03-10 17:22
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Nýjustu tollar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Kína gætu orðið til þess að verslanir í hinu fræga Kínahverfi í New York neyðist til að hætta starfsemi. Búist er við því að fyrirtæki í þessu hverfi á Manhattan-eyju muni horfa fram á rúmlega 8% hækkun á vöruverði.
Pakki af núðlum gæti til að mynda hækkað um að minnsta kosti einn dal og gætu verðhækkanir á matarílátum leitt til verðhækkana hjá kínverskum veitingastöðum.
Á vef NBC segir að tollahækkanir ógni ekki aðeins fjárhagsstöðu íbúa og fyrirtækja. Kínahverfi finnast víðs vegar um Bandaríkin og hafa margir áhyggjur af glötun menningarhefða og aukningu á fátækt. Í Kínahverfinu í New York búa lifa til dæmis 28% íbúa undir fátæktarmörkum.
Kínahverfin glími við sérstakt vandamál þar sem margar af þeim vörum sem eru seldar þar fást yfirleitt ekki í almennum matvöruverslunum eða á Amazon. Þá sé heldur ekki næg eftirspurn eftir þeim vörum til að réttlæta byggingu verksmiðja í Bandaríkjunum til að framleiða þær.
Sjá einnig]] Órökrétt stefna Trump
Donald Trump bætti 10% toll á allar innfluttar vörur frá Kína í vikunni ofan á þann 10% viðbótartoll sem hann lagði á kínverskar vörur í síðasta mánuði. Þessir tollar leggjast ofan á þann 25% toll sem Trump lagði á Kína á fyrsta kjörtímabili sínu.
Kínverjar hafa hefnt sín með því að leggja eigin 15% tolla á bandarískar vörur, þá sérstaklega á landbúnaðarvörur frá svæðum og ríkjum sem studdu og kusu Donald Trump.
Margar verslanir í Kínahverfum víðs vegar um Bandaríkin fá meirihluta vöru sinna frá Kína. Wing On Wo & Co. í New York fær til dæmis 90% af vörum sínum frá Kína en verslunin selur til að mynda postulíns- og keramikvörur ásamt reykelsisstanda og kínverskt blaðkál.
Vöruverð í Kínahverfum í Bandaríkjunum er tiltölulega lágt miðað við fleiri hverfi í bandarískum stórborgum en þau verð eru að mestu ætluð tekjulægri fjölskyldum. Í New York eru meðaltekjur í Kínahverfinu rúmlega 35 þúsund dalir, samanborið við 86 þúsund dali fyrir meðalíbúa á Manhattan.
Nafnalisti
- Amazonbandarískur netverslunarrisi
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Donald Trumps Bandaríkjaforsetaþar gert ráð fyrir 5,7 milljörðum dollara í múrinn sem forsetinn vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
- NBCbandarísk sjónvarpsstöð
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
- Wing On Wo
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 319 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,68.