Glódís missir af landsleikjunum

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson

2025-03-31 10:51

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Glódís er með beinmar í hné sem hefur angrað hana í nokkurn tíma. Vonir stóðu til þess hún yrði orðin góð í tæka tíð fyrir landsleikina og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari valdi hana því í landsliðið fyrir leikina við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga á morgun, og KSÍ tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í dag Glódís hefði dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla og Elísa Viðarsdóttir væri komin í hennar stað.

Mæta Noregi á föstudag

Ísland tekur á móti Noregi á Þróttaravelli í Laugardal á föstudag klukkan 16:45 og fær svo Sviss í heimsókn á sama völl á þriðjudag. Báðir leikir verða sýndir á RÚV.

Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Þjóðadeildinni eftir jafntefli við Sviss ytra og tap fyrir Frökkum.

Nafnalisti

  • Elísa Viðarsdóttirlandsliðskona
  • Glódíseftirbátur margra annarra Evrópuríkja
  • Þorsteinn Halldórssonlandsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 136 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.