Sæki samantekt...
Ekkert bólar á nýju meðferðarheimili í Garðabæ, en bygging þess strandaði á eitt hundrað milljónum króna, sem bærinn vildi fá greiddar fyrir byggingarréttar- og gatnagerðargjöld. Ríkið hafnaði því, þar sem það gæti haft í för með sér fordæmisgildi fyrir aðrar framkvæmdir.
Skrifað var undir viljayfirlýsingu um byggingu meðferðarheimilisins í Garðabæ árið 2018. Í mars í fyrra var ljóst að Barna- og fjölskyldustofa vildi ekki bíða lengur.
Ítarlega var fjallað um málið í Speglinum í kvöld.
Samkvæmt gögnum frá fjármálaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu, hefur bygging meðferðarheimilisins strandað á samningaviðræðum fjármálaráðuneytisins við Garðabæ.
Grafík
Tölvupóstsamskipti varðandi meðferðarheimili í Garðabæ.
Bærinn vildi að ríkið greiddi sextíu milljónir í byggingarréttargjöld og gatnagerðargjöld upp á fjörutíu milljónir króna; rúmar hundrað milljónir alls. Fjármálaráðuneytið sagði það útilokað.
Grafík
Tölvupóstsamskipti varðandi meðferðarheimili í Garðabæ.
Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs hjá Barna- og fjölskyldustofu, segir miður að peningar skuli vera fyrirstaða. „Mín persónulega skoðun er sú að að peningar eiga ekki að stoppa þessa hluti. Ég er bara á því að við eigum að gera það sem við þurfum að gera fyrir þau börn sem eru í þessari stöðu,“ segir Funi. „Við erum með þarna með viðkvæmasta hópinn af öllum og mér finnst að við eigum að gera allt sem við getum til að vernda hann.“
RÚV/Ragnar Visage
Hann segir leitt að ekki hafi fengist botn í þetta mál, á meðan hver aðilinn bendir á annann. „Auðvitað er það hundfúlt og á meðan erum við bara að bíða og erum búin að vera í ansi mikilli biðstöðu í mjög langan tíma,“ segir Funi.
Í nóvember 2023 segist mennta- og barnamálaráðuneytið ekki vilja bíða lengur heldur færa verkefnið á Skálatúnsreitinn í Mosfellsbæ. Funi sendi svo póst á Framkvæmdasýslu ríkisins og ráðuneytins í mars í fyrra, þar sem hann sagðist ekki vilja bíða lengur eftir Garðabæ. Þau skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til Garðabæjar.
Grafík
Tölvupóstur sem Funi sendi á Framkvæmdasýslu ríkisins og mennta- og barnamálaráðuneytið í fyrra.
Funi segist fullviss um að nýtt meðferðarheimili verði reist, hvar svo sem það verður. „Ég þori svo sem ekki alveg að svara því hvar þetta meðferðarheimili mun rísa á endanum, en ég hef bara fulla trú á því að það muni rísa,“ segir Funi.
Nafnalisti
- Funi Sigurðssonforstöðumaður Stuðla
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 379 eindir í 26 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 92,3%.
- Margræðnistuðull var 1,63.