Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska her­menn eins og hryðju­verka­menn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

2025-03-13 00:04

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra.

Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi Rússar hafi endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu.

Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt.

Fyrr í dag bárust fréttir af því úkraínskir hermenn væru hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar.

Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til ræða tillöguna.

Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag.

Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný.

Þá segir hann farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi.

Nafnalisti

  • Kurskrússneskur kafbátur
  • Kúrskkjarnorkukafbátur
  • Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
  • Steve Witkoff
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Valery Gerasimovformaður herforingjaráðs Rússlands
  • Vladimír Pútínforseti

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 267 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.