Bandaríkin munu fjárfesta fyrir milljarða dollara á Grænlandi
Ritstjórn mbl.is
2025-03-10 06:57
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fari Grænlendingar að óskum Bandaríkjaforseta er landinu velkomið að verða hluti að Bandaríkjunum.
Þetta segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.
„Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljarða dollara í Grænlandi til að skapa ný störf og gera Grænlendinga ríka,“ segir Trump, sem hefur ítrekað sagt að Grænland muni með einum eða öðrum hætti komast í bandaríska eigu.
Trump segir að Bandaríkin muni eindregið styðja íbúa Grænlands við að ákveða sína eigin framtíð.
„Við munum áfram halda ykkur öruggum eins og við höfum gert frá síðari heimsstyrjöldinni og bjóðum ykkur velkomin til að vera hluti af stærstu þjóð í heimi, Bandaríkjunum,“ segir einnig í færslu Trumps.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Truth Socialsamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 124 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,66.