Viðskipti

Mikil lækkun á bandarískum mörkuðum

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 14:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandarísk hlutabréf lækkuðu verulega við opnun markaða í dag, í kjölfar nýrra tollaaðgerða Bandaríkjastjórnar og harðra viðbragða frá Kína. Dow Jones lækkaði um 2,2%, S & P 500 um 2,5% og Nasdaq um 3,1%.

Kína tilkynnti í morgun lagður verði 34% tollur á tilteknar bandarískar vörur-sem svar við nýju tollastefnunni sem Donald Trump kynnti fyrr í vikunni.

Apple og Amazon í frjálsu falli

Hlutabréf tæknirisa drógust sérstaklega niður. Apple lækkaði um 8,3% vegna áhyggja af áhrifum tollanna á framleiðslu og birgðakeðjur fyrirtækisins. Amazon féll um 8,9%, þar sem fjárfestar óttast áhrif á netverslun og dreifikerfi fyrirtækisins og Tesla lækkaði um 6,1%, einkum vegna versnandi stöðu í Asíu og harðnandi samkeppni á rafbílamarkaði.

Sérfræðingar segja óvissan um framhald viðskiptaáætlana Trumps haldi áfram ýta undir verðlækkanir og auki líkur á sveiflum á mörkuðum næstu daga.

Nafnalisti

  • Amazonbandarískur netverslunarrisi
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Dow Jonesbandarísk hlutabréfavísitala
  • Nasdaqbandarísk kauphöll

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 146 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 2,05.