Sýknað í Landsrétti: Leikur eða ruddaleg háttsemi?

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 14:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Landsréttur hefur sýknað mann sem var ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum og staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem féll 19. janúar í fyrra.

Var maðurinn sakaður um hafa í desember 2019 sýnt 10 ára pilti yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, er hann hljóp á eftir honum inn í svefnherbergi, læsti dyrunum og sneri piltinn niður gegn vilja hans í hjónarúmi herbergisins og batt hann þar á höndum og fótum, fyrir aftan bak, settist klofvega yfir hann þar sem hann á maganum og kitlaði hann, þrátt fyrir drengurinn bæði hann margsinnis um hætta.

Stoppaði þegar pilturinn hrækti í andlit mannsins

Í ákæru, sem var gefin út á hendur manninum í júní 2023, kom jafnframt fram maðurinn hefði ekki látið af háttseminni fyrr en drengurinn náði snúa sér við og hrækja í andlit hans.

Landsréttur taldi ekki væri komin fram nægileg sönnun fyrir því maðurinn hefði setið klofvega yfir drengnum og ekki hætt kitla hann fyrr en pilturinn náði snúa sér við og hrækja í andlit hans.

Þá rakti Landsréttur þegar tekin væri afstaða til þess hvort háttsemi mannsins, sem hann hafði gengist við, yrði heimfærð undir fyrrgreind ákvæði barnaverndarlaga yrði horfa til þess beiting refsiákvæða væri háð takmörkunum sem leiða mætti af 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár.

Ekki talið hafið yfir skynsamlega vafa

Landsréttur leit meðal annars til þess og framburðar mannsins, drengsins og tveggja vitna, um þau hefðu verið í leik þar sem börnin kitluðu ýmist manninn eða hann þau, og taldi ekki hafið yfir skynsamlegan vafa hvort háttsemi mannsins hefði verið vanvirðandi í garð drengsins og hvort hann hefði með henni sýnt honum yfirgang eða ruddalegt athæfi í skilningi barnaverndarlaga.

Verður þá jafnframt líta til framburðar vitnanna D og C fyrir dómi um dyrnar hafi einungis verið læstar í eina til tvær mínútur og þær hafi heyrt hlátur og öskur úr herberginu en hvorug kvaðst hafa heyrt brotaþola biðja ákærða um hætta, segir í dómi Landsréttar.

Var hinn áfrýjaði dómur um sýknu mannsins og frávísun einkaréttarkröfu piltsins því staðfestur.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 366 eindir í 10 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 80,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,65.