Sæki samantekt...
Afgerandi meirihluti svarenda í könnun Maskínu, eða 63%, segjast hlynntir frumvarpi Hönnu Katrínar Firðrikssonar atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Þá telja aðeins 6% svarenda að útgerðir landsins geti ekki greitt hærri veiðigjöld.
Aðeins 34% sögðust þó hafa kynnt sér efni frumvarpsins frekar vel eða mjög vel.
Alls sögðust 45% svarenda útgerðarfélög á Íslandi geta greitt miklu hærri veiðigjöld, 30% að þau geti greitt nokkru hærri veiðigjöld og 19% sögðu útgerðirnar geta greitt aðeins hærri gjöld. Aðeins 6% svarenda sögðu útgerðir ekki geta greitt hærri veiðigjöld.
Mesta andstaðan á Austurlandi
Afstaða svarenda til frumvarpsins er nokkuð jöfn ef litið er til kyns, aldurs eða tekna. Áberandi mismunur er þó milli hópa þegar er litið til búsetu og hvaða flokk svarendur kusu í síðustu Alþingiskosningum.
Andstaða við frumvarp ráðherra er mest á Austurlandi þar sem 47,8% svarenda segjast því mótfallnir og 39% segjast styðja það. Mesti stuðningurinn er á höfuðborgarsvæðinu þar sem 72,7% segjast styja frumvarp um hækkun veiðigjalda en aðeins 11,5% segjast andvíg þessum áformum.
Þá er mesti stuðningurinn meðal kjósenda Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar, VG og Pírata. Sögðust á bilinu 86 til 100% svarenda sem sögðust kjósa þessa flokka vera hlynntir áformum ríkisstjórnarinnar.
Mesta andstaðan var meðal svarenda sem sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn, heil 65% þeirra. Þá virtust kjósendur Miðflokksins og Framsóknarflokksins hafa deildar meiningar um frumvarpið og skiptust þeir í ríflega þriðjung með, rétt innan við þriðjung á móti og um þriðjung sem ekki tóku afstöðu.
Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl 2025 og voru svarendur 981 talsins.
Nafnalisti
- Hanna Katrín Firðrikssonar
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 266 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,59.