Stjórnmál

Guð­björg að­stoðar Guð­mund Inga

Kolbeinn Tumi Daðason

2025-03-25 10:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Á fundinn koma 25 menntamálaráðherrar og kennaraforysta þátttökuríkja saman ásamt sendinefndum OECD og Education International (alþjóðlegu kennarasamtökin) til ræða málefni kennara og menntaumbætur. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra stýrði setningunni í morgun.

Guðbjörg Ingunn var aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem sagði af sér embætti á fimmtudag. Guðbjörg útskrifaðist árið 2004 sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Síðustu ár hefur hún starfað í Suðurmiðstöð Reykjavíkur sem íþrótta- og samskiptatengill og sem verkefnastjóri Velkominn í hverfið, sem hefur það markmiði styðja sérstaklega við börn og fjölskyldur af erlendum uppruna.

Guðbjörg var ráðin í stöðu sérfræðings í mennta- og barnamálaráðuneytinu í byrjun árs, var svo ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu og Guðmundar Inga.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Education International
  • Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttirgrunnskólakennari
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Harpatónlistar og ráðstefnuhús
  • Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra og formaður Vinstri grænna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 155 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,53.