Sonur Ásthildar Lóu segir í besta falli hlægilegt að móðir sín hafi tálmað umgengni

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-23 14:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þór Símon Hafþórsson, sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, segist ótrúlega stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við umræðu síðustu daga.

Þetta segir Þór í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún hefur alltaf verið frábær mamma, staðið sig mjög vel sem þingmaður og síðan ráðherra þótt í því embætti hafi hún fengið alltof stuttan tíma til sanna sig.

Þór segist stoltur af því hvernig móðir hans bar sig í sjónvarpsviðtali við RÚV á fimmtudag þegar hún sagði af sér.

En vegna fréttaflutnings á fimmtudag og þá sérstaklega vegna þess hvernig þær fréttir voru framsettar er búið gera þetta stolt mitt tortryggilegt í augum almennings. Dómharkan sem ég hef orðið var við þrátt fyrir hafa forðast eftir bestu getu alla frétta- og samfélagsmiðla frá því á fimmtudag var viðbúin en er engu að síður sorgleg. Af því sögðu er ég hins vegar gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hún og ég og aðrir í fjölskyldunni höfum fengið.

Þór segir fullyrðingar um móðir hans hafi tálmað umgengni blóðföður hans við sig séu í besta falli hlægilegar. Hann segir ekki við móður sína sakast hann hafi ekki átt samband við blóðföður sinn á bernskuárum og hvað þá þegar hann orðinn fullorðinn maður.

Hann segir móður sína aldrei hafa talað illa um blóðföður sinn en segir teljandi á fingrum annarrar handar þau skipti sem faðirinn hafi nýtt rétt sinn til samveru við sig. Þór segist einu sinni hafa hitt föður sinn fyrir tilviljun á fullorðinsárum. Úr varð hann átti góða kvöldstund með fjölskyldu hans en síðustu samskipti þeirra hafi verið fyrir fimmtán árum.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
  • Þór Símon Hafþórsson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 286 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.