Íþróttir
Keflavík með fljúgandi start í úrslitakeppni
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-03-31 21:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Jasmine Dickey í liði Keflavíkur. RÚV/Mummi Lú
Keflavík hóf úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta af miklum krafti. Liðið vann 29 stiga sigur gegn Tindastól, 92–63, í leik liðanna í átta liða úrslitum.
Keflavík setti tóninn strax í upphafi og sigldu sigrinum örugglega heim. Keflavík leiddi 46–33 í hálfleik.
Leikur kvöldsins var í Keflavík og getur lið Keflavíkur tryggt sæti sitt í undanúrslitum með sigri á Sauðárkrók á föstudagskvöld.
Leikur Hauka og Grindavíkur stendur yfir. Fjórði leikhluti er hálfnaður og Haukar leiða 75–68.
Nafnalisti
- Jasmine Dickey
- Mummi Lúljósmyndari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 97 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,77.