Færeysku öldungarnir átu Íslendingana
Ritstjórn Bændablaðsins
2025-03-31 11:02
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi staðið sig vel á Norðurlandamóti öldunga, seníora svokallaðra, í sveitakeppni helgina 15.–16. mars. Allt fram að síðustu viðureign.
Mjög góðir sigrar höfðu unnist í fyrri bardögum gegn öflugum briddsþjóðum en lokaorrustan tapaðist 6–14 gegn Færeyjum og varð nokkurt högg. Færeysku öldungarnir átu í raun okkar menn og Ísland varð að láta sér duga bronssætið.
Sem voru ákveðin vonbrigði í stöðunni, því spiluð var tvöföld umferð og höfðu íslensku öldungarnir verið í efsta sætinu á Norðurlandamótinu eftir fyrri umferð.
Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon.
Spil dagsins kom fyrir í næstsíðustu umferð gegn Finnum og kynnir til sögunnar sagnvenju, leynivopn sem byrjendur í bridds og miðlungsvanir gætu haft gagn af að kynnast.
Vestur gaf og AV voru á hættu. Eftir pass vesturs opnaði norður á grandi. Þegar Finninn sem sat í suður-sætinu gegn Íslendingum gat meldað gervisögnina 3 spaða sem sýndi báða láglitina og góð spil urðu íslenskir áhorfendur sem fylgdust með viðureigninni á Real bridge svolítið stressaðir.
Þótt punktafjöldi norðurs sé ekki mikill miðað við 15–17 punkta grand verður ekki betur séð en fjórða laufið og tvíspilið í hjarta sé nokkuð ákjósanlegt í slemmuþreifingar. Norður lét þó duga að segja 3 grönd, sem varð einnig lokasamningurinn í hinum salnum. Og þótt suður berðist áfram með fjögurra granda áskorunarsögn passaði finnski norður-spilarinn blessunarlega.
Sveit PwC varð Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2025. Spilað var í höfuðstöðvum Bridgesambands Íslands í Síðumúlanum um síðustu helgi. Í öðru sæti varð sveit HÖNNU verkfræðistofu og í þriðja sæti sveitin Tekt.
Nafnalisti
- Aðalsteinn Jörgenseneinn spilaranna sem lönduðu heimsmeistaratitli árið 1991 í Yokohama
- AVeignarhaldsfélag
- Björn EysteinssonGuðmundur Sv
- Guðmundur Sv
- PwCendurskoðunarfyrirtæki
- Ragnar Magnússonalmannatengill
- RealMadrídarlið
- Sverrir Ármannsson
- Þorlákur Jónssonbóndi í Mývatnssveit
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 291 eind í 17 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 88,2%.
- Margræðnistuðull var 1,51.