Helgi Seljan harðorður: „Ég held að menn ættu að skammast sín fyrir það“ – Silfrið í gærkvöldi á allra vörum

Ritstjórn DV

2025-03-25 10:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, var til umræðu í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi.

Þar ræddi Sigríður Hagalín Björnsdóttir við þau Eirík Hjálmarsson, Ólöfu Skaftadóttur, Evu H. Önnudóttur og Helga Seljan um afsögn Ásthildar Lóu, viðbrögðin í kjölfarið og þá gagnrýni sem fjölmiðlar hafa fengið á sig, þá einna helst RÚV, síðustu daga.

Helgi sagði auðvitað væri þetta mikið tilfinningamál og það væri eðlilegt það vekti tilfinningar hjá fólki.

En þegar fólk er farið ráðast á fréttamanninnsem er auðvitað ekkert nýttog ég ætla líka segja þetta er held ég í þriðja eða fjórða skiptið sem ég kem hérna í þennan þátt til þess ræða um það hvers vegna fréttir eru sagðar í fjölmiðlum. Það er ekkert eðlilegt, það er stundum eins og einu fréttaskýringarnar á Íslandi séu fréttamenn réttlæta það þeir séu vinna vinnuna sína, sagði Helgi sem kom vinnslu umfjöllunarinnar um mál Ástu Lóu.

Menn hafa notað ógeðsleg orð

Sigríður Hagalín spurði kollega sinn því hvort leita hefði mátt betri skýringa áður en fréttin fór í loftið eða hvort fréttamenn hefðu farið fram úr sér við vinnslu málsins.

Ég veit ekki hvernig við hefðum átt gera þetta öðruvísi þegar við stöndum frammi fyrir því það hringt í hana (Ásthildi Lóu) um morguninn og það er þrýst á það stanslaust allan daginn hennar sjómarið fram, sagði hann og var ómyrkur í máli um hvernig talað hefur verið um Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu, síðustu daga.

Því hefur líka verið haldið fram Ólöf Björnsdóttir, tengdamóðir mannsins, umfjöllunin hafi verið byggð á henni fyrst og fremst og menn hafa notað ógeðsleg orð um þessa konu undanfarna daga og ég held menn ættu skammast sín fyrir það. Það liggur alveg fyrir í fréttinni og fyrir alla sem vilja hlusta á hanaog ættu kannski gera það afturer hún byggir líka á viðtali við Eirík. Þar er hans sjónarmiða getið, nákvæmlega eins og sjónarmið ráðherrans koma fram í fréttinni um leið og hún kemur í þetta viðtal.

Farið bera á trumpísku

Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, tók undir með Helga og sagði ekkert hafa komið fram sem getur varpað rýrð á fréttaflutning RÚV á fimmtudag.

Oft eru fréttamenn gagnrýndir, oft ósekju en stundum á það rétt á sér, en það sem mér hefur kannski fundist í þessu máli er hér erum við með stjórnmálamenn sem eru í æðstu stöðum sem eru farnir nota svona ákveðna trumpísku til trampa á fréttamönnum og gera lítið úr þeim og þeirra trúverðugleika og miðlana sem þeir starfa viðog það á ekkert bara við um Ríkisútvarpið, sagði hún.

Gáttaður á þessu bulli

Margir hafa lagt orð í belg á samfélagsmiðlum um umfjöllunina í Silfrinu og beinist gagnrýni sumra því gagnrýni á umfjöllunina hafi fengið lítið vægi. Eiríkur Hjálmarsson, sem var lengi vel fréttamaður, var eini í settinu sem var mjög gagnrýninn á framsetningu RÚV.

Búið fægja Silfrið, sagði Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og fyrrverandi fjölmiðlakona. Vona mér verði ekki boðið í matarboð með þessu silfri, sagði Jón Viðar Jónsson í athugasemd undir.

Þetta var fjölmiðlahvítþvottur. Ég hefði viljað sjá meiri auðmýkt því fjölmiðlamenn geta verið fljótfærir eins og barnamálaráðhera var. Ríkisfjölmiðill þarf ekki vera fyrstur með fréttirnar heldur þarf hann vanda sig til búa ekki til gróusögur, sagði Elín Erna Steinarsdóttir á vegg Bjargar Evu.

RÚV tekur viðtal við sjálft sig um málefni Ásthildar Lóu og hennar afsögn, sagði Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ég er gáttaður á þessu bulli, bætti hann svo við.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, gat þó séð spaugilegu hliðarnar.

Í miðju netfárinu um fyrrverandi barnamálaráðherra stóð það eftir í Silfrinu sem prýðisgóður álitsgjafi sagði, Eva Önnudóttir prófessor, hún yrði ekki vör við nein læti á netinu. Á hennar fb kæmi ekkert inn nema hundamyndir og rektorskjör. Hún lifir semsagt hinu kyrrláta, friðsæla lífi sem ég er alltaf leita . -Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað.

Nafnalisti

  • Ásta Lóa
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Björg Eva Erlendsdóttirframkvæmdastjóri Landverndar
  • Eiríkur Hjálmarssonupplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur
  • Elín Erna Steinarsdóttirleikskólastjóri Bakkaborgar
  • Eva H. Önnudóttirdósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
  • Glúmur Baldvinssonoddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins
  • Helgi Seljaneinn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins
  • Jón Baldvin Hannibalssonfyrrverandi utanríkisráðherra
  • Jón Viðar Jónssonleiklistargagnrýnandi
  • Ólöf Björnsdóttir
  • Ólöf Skaftadóttirfyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins
  • Össur Skarphéðinssonþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra
  • Sigríður Hagalínfréttamaður RÚV
  • Sigríður Hagalín Björnsdóttirfréttamaður RÚV

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 740 eindir í 29 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 26 málsgreinar eða 89,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.