Stjórnmál

Sjálf­stæðis- og Fram­sóknar­menn á­kváðu formannslaun Heiðu Bjargar

Hólmfríður Gísladóttir

2025-03-17 14:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.

Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig ákvarða eigin laun.

Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir hann var skipaður, þann 15. desember 2023.

Þar var lagt til formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda.

Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi.

Aðrir sinnt formennsku samhliða því stýra sveitarfélagi

Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar um 3,8 milljónum króna.

Þar er um ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar.

Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á hún þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust.

Þá hefur einnig verið bent á aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því stýra sveitarfélagi en þar meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði.

Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík.

Tengd skjöl

Kjaratillögur _ 1 JPEG 41 KB

Sækja skjal

Kjaratillögur _ 2 JPEG 23 KB

Sækja skjal

Nafnalisti

  • Aldís Hafsteinsdóttirfyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis
  • Einar Þorsteinssonoddviti
  • Halldór Halldórssonoddviti Sjálfstæðismanna
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Hildur Björnsdóttiroddviti
  • Jón Björn Hákonarsonfráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar
  • Margrét Ólöf A. Sandersbæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
  • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonþáverandi borgarstjóri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 344 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 78,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.