Stjórnmál

Kristrún rengir tengdamóður á þingi

Ritstjórn mbl.is

2025-03-25 10:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra rengdi í gær orð Ólafar Björnsdóttur um hún hefði óskað fyllsta trúnaðar varðandi beiðni sína um fund með forsætisráðherra vegna Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Það gerði hún í ræðustól Alþingis við óundirbúnar fyrirspurnir í gær.

Það er einfaldlega þannig það kom engin ósk um trúnað inn í forsætisráðuneytið hvað varðar þetta mál, sagði Kristrún.

Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, en hún spurði um viðtökurnar sem fyrrnefnd Ólöf, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar, hefði fengið þegar hún óskaði áheyrnar vegna viðkvæms máls og bað um leiðbeiningar um hvernig væri best bera sig svo fyllsta trúnaðar væri gætt.

Höfnun, hunsun og áreiti

Hildur kvað hana þvert á móti hafa sætt höfnun og hunsun, en verra væri forsætisráðherra hefði komið nafni, heimilisfangi og símanúmeri til Ásthildar Lóu, sem hefði notað það til þess áreita konuna með hringingum og óboðinni heimsókn.

Það var í viðbrögðum við því sem Kristrún hafnaði því Ólöf hefði óskað trúnaðar, en gaf til kynna yfirgangssemi Ásthildar Lóu hefði gert úti um ráðherradóm hennar.

Það hefur enginn haldið því fram það hafi verið eðlileg hegðun.

Hringlað með trúnað

Raunar hafa trúnaðarmálin verið nokkuð á reiki. Upphaflega neitaði forsætisráðherra því hafa rofið nokkurn trúnað, á föstudag útskýrði forsætisráðherra athafnaleysi sitt með því eftirgrennslan myndi hafa rofið trúnað, en á sunnudag aftók forsætisráðherra trúnaðarrof, þar sem engum trúnaði hefði nokkru sinni verið heitið. Og í gær segir forsætisráðherra aldrei hafi verið óskað eftir trúnaði.

Það kemur illa heim og saman við það sem Ólöf Björnsdóttir hefur sagt um málaleitan sína. Hún kvaðst í viðtali við Rúv. á föstudag hafa haft samband við forsætisráðuneytið áður en hún sendi nokkuð frá sér til forsætisráðherra, gagngert til ganga úr skugga um trúnaður ríkti um það sem kæmi þar fram.

Ég vildi ekki senda neitt nema vera viss um það færi ekki út um borg og , sagði Ólöf.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Hildur Sverrisdóttirfyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ólöf Björnsdóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 351 eind í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.