Sæki samantekt...
Starfsfólk Félagsbústaða óskar eftir því við borgarstjórann í Reykjavík, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, að hún beiti áhrifum sínum á stjórn fyrirtækisins og tryggi að Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða verði send í leyfi á meðan ráðgjafarfyrirtækið Auðnast hefur mál fyrirtækisins til meðferðar, þannig að „vinna Auðnast hafi þann trúverðugleika sem til þarf og við þurfum ekki að óttast hennar nærveru og áhrifavald meðan á rannsókn stendur“, segir í bréfi sem starfsfólkið sendi borgarstjóra í gær.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær lýsti starfsfólkið yfir vantrausti á framkvæmdastjórann og skrifuðu allir almennir starfsmenn Félagsbústaða undir yfirlýsingu þess efnis.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í gær. Ellý A. Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórn félagins líti málið alvarlegum augum og vilji leysa það með sem farsælustum hætti.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.
Nafnalisti
- Ellý A. Þorsteinsdóttirskrifstofustjóri
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
- Sigrún Árnadóttirframkvæmdastjóri Félagsbústaða
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 149 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,40.