Gunn­ar Magnús­son tek­ur við Haukum í sumar

Óðinn Svan Óðinsson

2025-03-13 10:42

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þjálfarinn þrautreyndi, Gunnar Magnússon tekur við þjálfun karlaliðs Hauka í handbolta þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Gunnar sem sem er núverandi þjálfari Aftureldingar mun hætta þar eftir tímabilið og færa sig yfir í Hafnarfjörðinn.

Þekkir vel til í Hafnarfirði

Haukar greindu frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun en Gunnar, sem er 47 ára, er ekki ókunnur Ásvöllum en hann stýrði liðinu frá 2015 til ársins 2020 með fínum árangri. Undir hans stjórn urðu Haukar Íslandsmeistarar 2016 og deildarmeistarar 2016 og 2019. Gunnar tekur við liðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.

RÚV/Mummi Lú

Eftirsjá í Ásgeiri Erni

Ljóst er Haukar eru sigursælan og reynslumikinn þjálfara til liðs við félagið til leiða liðið áfram í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði. Að sama skapi er eftirsjá í Ásgeiri Erni enda mikill Haukamaður en hann hefur þjálfað Haukaliðið síðan í nóvember 2022 og fór hann með Haukaliðið í úrslit um Íslands- og bikarmeistaratitilinn 2023. Ásgeir Örn skilar af sér góðu búi en margir ungir og efnilegir Haukamenn eru núna í lykilhlutverki liðsins sem spennandi verður sjá á næstu árum, segir í tilkynningu frá Haukum.

Facebook/Haukar

Nafnalisti

  • Ásgeir Örn Hallgrímssonfyrrverandi landsliðsmaður í handbolta
  • Gunnar Magnússonþjálfari
  • Mummi Lúljósmyndari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 195 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.