Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný - Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu
433
2025-03-31 10:35
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Rebecca Loos, fyrrum aðstoðarkona David Beckham sem hann á að hafa haldið framhjá Victoriu Beckham með, hefur á ný tjáð sig um málið.
David á að hafa haldið framhjá með Loos eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United 2003. Hún var aðstoðarkona hans en fjölskylda David flutti ekki út til spænsku höfuðborgarinnar fyrst um sinn.
Í heimildaþáttum um Beckham segja hann og eiginkona hans að í kjölfar ásakananna hafi tekið við erfiðasta tímabil í lífi þeirra. Beckham hefur alltafn neitað sök, en Loos opnaði sig um málið í viðtali við Sky árið 2004.
Loos er gestur í nýjasta þætti 60 minutes í Ástralíu. Þar opnar hún sig um málið og bakkar hvergi frá fullyrðingum sínum um framhjáhaldið.
„Að mínu mati sýndi ég mikið hugrekki með því að fara upp á móti þeim. Ég hef alltaf haldið mig við sannleikann og ekki ýkt neitt,“ sagði Loos þar meðal annars.
„Ég fór gegn valdamesta parinu í fjölmiðlum sem höfðu allan pening í heiminum. Það eina sem ég hafði með mér í liði var sannleikurinn.“
Þess má geta að í dag er Loos tveggja barna móðir og er hún búsett í Noregi.
Nafnalisti
- David Beckhamfyrrverandi fótboltamaður
- Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
- Rebecca Looskonan sem David Beckham hélt framhjá Victoriu með
- Skybresk sjónvarpsstöð
- Victoriu Beckhamtískudrottning
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 205 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,70.