Viðskipti

Kennarar gætu átt von á uppsagnarbréfi

Ritstjórn mbl.is

2025-03-25 21:21

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Starfsfólk Söngskóla Sigurðar Demetz kallar eftir endurskoðun á framlagi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Kennarar skólans standa frammi fyrir því geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum.

Þetta segir í opnu bréfi til ráðherra menntamála Guðmundar Inga Kristinssonar og ráðherra menningarmála Loga Einarssonar.

Í þriðja sinn frá árinu 2011

Segir þar enn fremur það yrði í þriðja sinn frá árinu 2011 sem kennarar skólans stæðu frammi fyrir uppsagnarbréfi.

Ástæða þess er sögð vera samkomulag var gert árið 2011 á milli ríkis og borgar sem hafi falið í sér ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng.

Þá sér jöfnunarsjóðurinn um greiða hluta ríkisins og samkomulagið endurnýjað á þriggja ára fresti.

Vandamálið liggur í því upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 20242028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess við missum vinnuna þá verður segjast hún bjarnargreiði, segir í bréfinu.

10 milljóna króna tap

Þá kemur fram þar sem söngskólar séu í hlutarins eðli með mun stærri hluta af sínum kennslukostnaði undir samkomulaginu lendi þeir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaði og framlagi.

Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hlaupi tapið á um 10 milljónum króna vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Er upphæðin fyrir fátækan skóla sem reki sig á sléttu.

Í bréfinu segir eina leiðin sem skólinn hafi til bjarga sér hækka skólagjöld sem þegar séu með hæsta móti. Þá er bent á ólöglegt greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæður neyði þó skólann til þess gera það samt sem áður.

Afar vond staða

Þetta er afar vond staða og ljóst er skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel.

Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar, segir í bréfinu.

Verði passa upp á söngnámið

Í bréfinu segir skólinn fagni frumvarpi Loga Einarssonar menningarmálaráðherra um Þjóðaróperu.

Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð.

Þá kemur einnig fram söngkennsla hafi hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara til geta verið með fastar tekjur.

Lauslega reiknað hefur söngnemendum þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því þetta nýja samkomulag varð til. þarf spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram.

Nafnalisti

  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Logi Einarssonfráfarandi formaður Samfylkingarinnar
  • Sigurður Demetztenór

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 570 eindir í 28 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 28 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.