ViðskiptiStjórnmál

Sætta sjóðirnir sig við 32 punkta álag?

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-30 11:12

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Tvær vikur eru liðnar frá því kynntar voru tillögur viðræðunefndar fjármálaráðherra og ráðgjafa lífeyrissjóða um uppgjör HFF-bréfa sem er ætlað greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs, gamla Íbúðalánasjóðs. Þörf er á samþykki 75% kröfuhafa á fundi skuldabréfaeigenda 10. apríl svo tillagan hljóti brautargengi.

Sjá einnig]] saman um hundruð milljarða uppgjör ÍL-sjóðs

Í tillögunum felst kröfur samkvæmt HFF-bréfum, sem metnar eru á 651 milljarð króna, verði efndar með því ÍL-sjóður og íslenska ríkið afhendi til uppgjörs ríkisskuldabréf andvirði 540 milljarðar króna, önnur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs andvirði 38 milljarðar, og 73 milljarða króna í reiðufé, þar af evrur andvirði 55 milljarðar króna.

Álagið helsta álitaefnið

HFF-bréfin, sem einnig kallast Íbúðabréf, eru ríkistryggð skuldabréf útgefin af ÍL-sjóði. Eitt helsta álitaefnið við tillöguna snýr forsendu um verðlagningu HFF-bréfanna með 32 punkta álagi ofan á brúaðan vaxtaferil ríkisskuldabréfa, samkvæmt heimildarmönnum Viðskiptablaðsins.

Brúaður vaxtaferill ríkisskuldabréfa er reiknuð ávöxtunarkrafa fyrir mismunandi tímalengdir sem fengin er með stærðfræðilegri brúun milli bréfa með ólíka gjalddaga.

Einn viðmælandi blaðsins sem starfar hjá lífeyrissjóði nefnir lítið sem ekkert álag hafi verið á Íbúðabréfin þangað til stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í árslok 2019 segja upp samningi um viðskiptavakt með HFF-bréfin. Eftir hætt var með vakt á bréfunum myndaðist seljanleikaálag ofan á bréfin.

Markaðurinn með HFF-bréfin hefur hins vegar verið nær óvirkur og álagið hækkað eftir Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti hugmyndir um slit og uppgjör ÍL-sjóðs í október 2022. Umrætt álag var um 200 punktar einum mánuði eftir kynningu Bjarna.

Sjá einnig]] Eina leiðin út af gaddfreðnum markaði

Sjóðirnir hafa því verið bera hið fyrirliggjandi álag samkvæmt tillögunni við hvernig álagið á markaðnum hafði þróast fyrir kynningu fyrrum fjármálaráðherra í október 2022.

Meðalálag á HFF 34 bréfin miðað við ríkisferilinn tvö ár aftur í tímann fyrir kynningu Bjarna var 31 punktur, en ef aðeins er horft eitt ár aftur tímann var meðalálagið 22 punktar. Í tilviki HFF 44 var álagið yfir þetta tveggja ára tímabil á bilinu 2127 punktar.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Þar nálgast svör allra lífeyrissjóða við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um hvort þeir hafi mótað afstöðu til tillögunnar.

Nafnalisti

  • Bjarni Benediktssonformaður SJálfstæðisflokksins
  • ÍL-sjóðurútgefandi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 374 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.