Þolendurnir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að dvalarleyfi verði ekki tryggð

Iðunn Andrésdóttir

2025-03-07 00:13

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dómsmálaráðherra segir ríkisstjórnina hyggjast taka fastari tökum á mansalsmálum. Hún segir 55 af alvarlegustu og stærstu brotahópum í Evrópu stundi mansal.

Þetta er alþjóðlegt vandamál, þetta er útbreitt vandamál og það væri auðvitað barnaskapur halda við séum undanskilin þeim veruleika.

Vill rýna dvalarleyfi á Íslandi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var gestur Kastljóss í kvöld þar sem staða brotaþola í mansalsmálum var til umræðu auk aðgerða ríkisstjórnarinnar til fjölga stöðugildum innan lögreglunnar, fangelsismál og alþjóðamálin.

Í gær var rætt við brotaþola í meintu mansalsmáli tengdu víetnamska kaupsýslumanninum Quang . Rannsókn stendur enn yfir en ári síðar er óljóst hvað verður um brotaþola í málinu sem eru með tímabundin dvalarleyfi sem renna út á næstu mánuðum.

Þorbjörg segir vinnu verða setta af stað í dómsmálaráðuneytinu til rýna dvalarleyfi á Íslandi m.a. til þess skoða hvernig kerfið grípi þolendur mansals.

Pólitísk yfirlýsing liggi þá fyrir þá þegar

Spurð hvort hægt bregðast við vandanum í þeim málum er voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær, þar sem dvalarleyfin renni brátt út og setja fordæmi inn í framtíðina, svarar ráðherrann játandi.

Það er auðvitað hægt bregðast við með pólitískri yfirlýsingu þess efnis þolendur í þessu máli þurfi ekki hafa áhyggjur af því dvalarleyfi verði ekki tryggð, og yfirlýsing liggur þá bara fyrir þá þegar, segir Þorbjörg.

Hún segir þolendunum hafa verið tryggð vernd strax og málið kom upp. Ýmis verkfæri séu fyrir hendi til þess byggja upp traust þolenda og tryggja þau hafi ekkert óttast og hún hyggist beita þeim.

Hægt er horfa á viðtalið við dómsmálaráðherra í heild sinni hér í spilaranum fyrir neðan.

Nafnalisti

  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 292 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,72.