Íþróttir

Skoraði sitt fyrsta mark í 1,135 daga

Victor Pálsson

2025-03-30 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Framherjinn Mariano Diaz er loksins búinn skora mark en hann er landsliðsmaður dómíníska lýðveldisins.

Diaz og hans menn spiluðu við Púertó Ríkó í vináttulandsleik í vikunni þar sem Diaz komst á blað í fyrsta sinn í langan tíma.

Diaz er 31 árs gamall sóknarmaður sem spilaði með Real Madrid en hann hafði ekki skorað mark í 1,135 daga.

Leikmaðurinn var síðast á mála hjá Sevilla í efstu deild á Spáni en er í dag án félags og fáanlegur á frjálsri sölu.

Þetta var fyrsti keppnisleikur leikmannsins síðan í apríl 2024 er hann lék með Sevilla gegn Barcelona í efstu deild á Spáni.

Síðasta mark Diaz kom árið 2022 en hann var þá leikmaður Real og skoraði gegn Cadiz í febrúar það ár.

Nafnalisti

  • Cadizborg
  • Mariano Diazframherji
  • RealMadrídarlið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 122 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,80.