Musk vill refsa uppljóstrurum innan Pentagon

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-03-22 04:06

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Auðkýfingurinn Elon Musk, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fundaði í gær með Pete Hegseth varnarmálaráðherra í rúman klukkutíma í Pentagon-byggingunni, sem hýsir höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins. Musk hefur brugðist öskureiður við fréttaumfjöllun um ætlað erindi heimsóknarinnar sem ku byggjast á lekum frá uppljóstrurum innan ráðuneytisins.

Stuttu fyrir heimsókn Musks greindi The New York Times frá því á fundinum ætti Musk hlýða á skýrslu um leynilegar stríðsáætlanir Bandaríkjanna gegn Kína ásamt háttsetum leiðtogum innan Bandaríkjahers. Blaðið sagði síðar þessum fundi hefði verið aflýst vegna fyrstu fréttarinnar og þess í stað hefði verið ákveðið Musk skyldi aðeins funda með Hegseth.

Musk, Hegseth og Trump hafa allir hafnað þessu afdráttarlaust. Trump sagði ekki koma til greina sýna Musk neinar stríðsáætlanir gegn Kína, enda ætti hann í viðskiptum þar og væri því viðkvæmur fyrir slíkum upplýsingum. Musk kallaði söguna tóman áróður og hvatti til þess heimildarmenn fyrir henni yrðu sóttir til saka.

Ég hlakka til málssóknanna gegn þeim hjá Pentagon sem eru leka meinfýsnum rangfærslum til NYT, skrifaði Musk á samfélagsmiðli sínum, X (áður Twitter). Þeir finnast.

Nafnalisti

  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Elon Muskforstjóri
  • Pentagonvarnarmálaráðuneyti
  • Pete Hegseth
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 192 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,52.