StjórnmálHeilsa og lífsstíll

Guðrún Hafsteins í ljósum logum á Akureyri

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í Spursmálum síðastliðinn föstudag var farið yfir það helsta sem dreif á daga stjórnmálafólks á samfélagsmiðlunum í vikunni sem er líða og með sanni segja á ýmsu hafi gengið á miðlunum. Yfirferðina nálgast í meðfylgjandi myndbandsspilara en verður einnig gert skil hér að neðan.

Smjörklípukarlar ekki sviðið

Gömlukalla rausið í smjörklípumönnum eins Össuri Skarphéðinssyni og öðrum sviðakjömmum fær ekki sviðið hér. Enda hefur það aldrei haft neitt upp á sig veita litlum börnum í frekjukasti sérstaka athygli, þetta er svona svipað.

Alþingiskórinn endurvakinn

Í byrjun vikunnar stofnaði K-Frost til samsöngs á miðjum fundi til heiðurs aðstoðarmanns síns, Kristínar Ólafsdóttur, sem átti afmæli. Auðvitað þorðu fundargestir ekki öðru en hlýða Queen K-Frost og þöndu raddböndin eins og krakkar í kirkjukór. Þarf ekki endurvekja Alþingiskórinn?

Bindisvalið sett í þjóðaratkvæðagreiðslu

Kristján Snæbjarnarson var í massa veseni með velja sér bindi fyrir fund atvinnuveganefndar og ákvað því leita á náðir almennings með litavalið. Litla lýðræðisveislan!

Svefnleysi Jóns Gnarr

Okkar allra besti Jón Gnarr hefur átt erfitt með svefn undanfarið. Elsku karlinn, með hausinn á þeytivindu alltaf hreint. En í einhverju svefnleysinu varð hann var við skuggalega mannveru, sem gæti hafa verið Alexandra Briem, um miðja nótt krota ódæðisorð á Teslu-bifreið nágranna hans.

Sellerí og vatn með hinum íslenska Dumbledore

Jón var duglegur á samfélagsmiðlunum í vikunni og studdi vin sinn Lýðheilsu-Magga í kjöri til rektors Háskóla Íslands. Þó hann myndi frekar borða sellerí og drekka vatn heldur en steik og bjór. Hver nennir eiga þannig vini? Stuðningur Jóns dugði þó ekki til því Maggi Kalli tapaði fyrir Silju Báru. Enn ekki hvað!

K-Frost á milli stanganna

Kristrún og ríkisstjórnin voru svo í opnu samtali við allt og alla í vikunni nema Spursmál. Það borgar sig alltaf bakka í vörn þegar andstæðingur ógnar, það er gömul saga og í kappleikjum. K-Frost gengur í allar stöður og tekur hverja markvörsluna á fætur annarri, Björgvin Páll Gústafsson hvað?

Ert þú í atvinnuleit?

Alþingi auglýsti eftir nýjum skrifstofustjóra í vikunni. Þangað þarf líklega ráða einhvern vel þrekinn, kattliðugan með góð sambönd. Einhver sem passar við þessa lýsingu og býður sig fram?

Ísdrottningin on fire

Guðrún Hafsteins var á fartinni alla vikuna þar sem hún fundaði vítt og breitt og var on fire á trúnaðarmannafundi á Akureyri. Sko, í bókstaflegri merkingu ef marka þetta story á Instagram hjá grindjánanum Villa Árna. Enda mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Samfylkingin þessa stundina.

Samfylking stelur málum af Framsókn

Ása Berglind er aldeilis farin færa sig upp á skaftið og skaut föstum skotum á Ingibjörgu Isaksen. Segir hún Ingibjörgu halda því fram Samfylkingin stela málum af Framsóknarflokknum. Það bara getur ekki verið. Á ekki við nein rök styðjast.

Alveg slök framsóknarlömb

Ingibjörg Isaksen kippti sér ekkert sérstaklega upp við pillurnar frá Ásu og hélt sínu striki ásamt flokksbróður sínum Þórarni Inga Péturssyni. Þessi framsóknarlömb eru með breiðara bak en maður heldur.

Styttist í gullbrúðkaup!

Inga Sæland deildi fallegri minningu frá brúðkaupsdegi sínum fyrir 47 árum á Facebook í vikunni. styttist heldur betur í gullbrúðkaup hjá Ingu ömmu og Óla afa og ekki ólíklegt þau muni endurnýja heitin eftir þrjú ár þegar þau hafa verið ástfangin í hálfa öld. Takið daginn frá: Musteri Flokks Fólksins, Grafarvogskirkja, Fjörgyn, 25. mars 2028.

Fokk ofbeldi-Áfram Ágústa!

Það er ekki hægt ljúka þessari yfirferð án þess minnast á eitt það áhrifaríkasta sem gerst hefur á Alþingi Íslendinga fyrr og síðar. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig í pontu um heimilisofbeldi sem hún varð fyrir og biðlaði til löggjafarvaldsins um hysja upp um sig brækurnar í þeim málum. Maður bjóst ekki við þessu úr átt Miðflokksins en það er ástæða til henda spaðafimmu á Ágústu. Henni tókst algerlega mýkja Simma Dabba og fleiri sykurpabba sem hrósuðu happi yfir ræðu hennar.

Nýjasta þátt Spursmála sjá og heyra í spilaranum hér að neðan:

Nafnalisti

  • Ágústagestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni
  • Ágústa Ágústsdóttirvaraþingmaður Miðflokksins
  • Alexandra Briemformaður umhverfis- og skipulagsráðs
  • Alþingi Íslendingamikilvægasta lýðræðisstofnun samfélags okkar
  • Ásasystir
  • Ása Berglindbæjarfulltrúi
  • Björgvin Páll Gústafssonmarkvörður
  • Dumbledoregaldrameistari
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Guðrún Hafsteinsþingmaður Sjálfstæðisflokksins
  • Inga Sælandformaður
  • Ingibjörg Isaksenþingmaður Framsóknarflokksins
  • Jón Gnarrleikari og fyrrverandi borgarstjóri
  • Kristín Ólafsdóttirframkvæmdastjóri Píeta samtakanna
  • Kristján Snæbjarnarsonformaður Rafiðnaðarsambandsins
  • Kristrúnkaupréttarhafi
  • Lýðheilsu-Maggi
  • Maggi Kalli
  • Óliafi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna
  • Össur Skarphéðinssonþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra
  • Queenbresk hljómsveit
  • Silja Báralíklega víðförlasti stjórnmálafræðingur landsins, sem sérhæfir sig í alþjóðastjórnmálum í þokkabót
  • Simmi Dabba
  • Villi Árni
  • Þórarinn Ingi Péturssonfyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 690 eindir í 52 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 46 málsgreinar eða 88,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.