Slys og lögreglumál
Skotum hleypt af í unglingapartíi
Ritstjórn mbl.is
2025-03-30 10:59
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Tveir létust og fjórir eru særðir eftir að skotum var hleypt af í unglingapartíi í borginni Tacoma í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Fórnarlömbin eru 16 til 21 árs.
Bandaríska fréttaveitan ABC News greinir frá.
Þegar lögregla kom á vettvang kom hún að 30–40 ungmennum sem hlupu og öskruðu af hræðslu. Lögregla hafði fengið tilkynningu um að slagsmál hafi brotist út á svæðinu. Stuttu áður en lögregla kom á vettvang var skotum hleypt af.
Ungur karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina.
Nafnalisti
- ABC Newsbandarísk fréttaveita
- Tacomaborg
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 89 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,76.