Íþróttir

Andrés er nýkrýndur Grænmetiskokkur ársins 2025

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 11:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Grænmetiskokkur ársins 2025 fór fram í fyrradag í verslun IKEA. Keppnin var haldin í sérútbúnum keppniseldhúsum við útgang verslunarinnar. Verðlaunaafhending fór fram í Bjórgarðinum í kvöld, þar sem úrslitin voru kunngjörð.

Andrés Björgvinsson frá Lúx-veitingum sigraði keppnina með glæsibrag. Andrés Björgvinsson mun keppa fyrir Íslands hönd á norræna meistaramótinu Nordic Green Chef, sem haldið verður í Herning í Danmörku í mars á næsta ári.

Í öðru sæti var Monica Daniela Panait frá Hótel Geysi og í þriðja sæti var Kamil Ostrowski frá veitingastaðnum Brak.

Alls tóku fjórir keppendur þátt að þessu sinni, Andrés, Dominika Kulińska, Kamil og Monica og öll stóðu þau sig framúrskarandi vel og töfruðu fram girnilegum grænmetisrétti.

Skylduhráefni keppenda fyrir þriggja rétta matseðil var eftirfarandi:

Forréttur:

Tómatur, fennel og blaðsellerí

Aðalréttur:

Arborio hrísgrjón, hvítur spergill og grasker

Eftirréttur:

Basilíka, jarðarber og rjómaostur

Haldin í annað sinn

Var þetta í annað sinn sem keppnin Grænmetiskokkur ársins var haldin á vegum Klúbbs matreiðslumeistara. Fyrsta keppnin fór fram í fyrra, árið 2024, en þá sigraði Bjarki Snær Þorsteinsson og keppti síðan fyrir Íslands hönd á Global Vegan Chef Europe í Rimini á Ítalíu fyrr á þessu ári. Þar hafnaði hann í þriðja sæti í keppnishópnum Europe North.

Matarvefur mbl.is óskar þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Nafnalisti

  • Andrés Björgvinsson
  • Bjarki Snær ÞorsteinssonLux veitingar
  • Dominika Kulińska
  • Europe North
  • Global Vegan Chef Europe
  • Herningborg
  • Kamilhluti af okkur
  • Kamil Ostrowski
  • Monicavinur
  • Monica Daniela Panait
  • Nordic Green Cheftitill
  • Riminiborg

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 208 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 89,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.